10 hlutir sem ég vil að dóttir mín viti um ræktina
Þessi grein er skrifuð af móður (ekki íslenskri) sem fannst margt ekki í lagi varðandi þjálfara á líkamsræktarstöðvum.
Það var búinn hálfur tíminn í hópæfingum þegar ég tapaði alveg kennaranum. Það var ekki útaf flóknum skrefum eða einhverju álíka, nei, það var vegna þess hvernig hún orðaði hvatninguna í tímanum til að hvetja áfram ungar konur.
Setningar sem hún hváði aftur og aftur. „Áfram stelpur! Þið verðið að koma líkamanum í form fyrir vetrarfríið á ströndinni! Viljið þið ekki líta vel út í jólaboðunum! SJÁIÐ FYRIR YKKUR HVERSU HEITAR ÞIÐ VERÐIÐ Í NÝJA KJÓLNUM!“
„Í NÝJA KJÓLNUM?“ Heilinn á mér gat ekki náð fókus á mynd af einhverjum kjól sem hangir inn í skáp hjá mér. Það eina sem ég gat hugsað var um 3ja ára gamla dóttur mína, heyrandi þessi orð og reyna að vinna úr þeim með sínum óþroskaða heila.
Heilinn í litlu dóttur minni er endalaust að vinna úr þeim upplýsingum sem heimurinn sendir henni. Hún er eins og svampur, sýgur í sig munnlegar og verklegar merkingar um það hvernig hlutir virka og hvað þetta allt saman þýðir.
Og þegar hún fer sjálf að æfa þá vil ég að hún sjái það sem skemmtun en ekki kvöð, sem gjöf en ekki skyldu…og sem tækifæri. Ég vil að hún æfi af því henni finnst það gaman en ekki til þess að komast í einhvern kjól.
Ég vil að hún alist upp vitandi þetta….
1 . styrkur jafngildir sjálfsánægu
Að vera sterk, og þá er ég sérstaklega að tala um konur, er kraftur. Það á eftir að vera afar góð tilfinning að geta borið allar þungu ferðatöskurnar niður tröppur ef rúllustiginn á flugvellinum er ekki í lagi og það er mikilvægt að geta varið sig ef að ókunnugur skildi mæta manni í dimmu sundi.
2. Það að hreyfa sig opnar margar dyr
Að vera heilbrigð og í góðu formi fær þig til að sjá heiminn með öðrum augum. Heimurinn lítur öðruvísi út þegar þú ert hjólandi eða á skíðum heldur en ef þú værir í bíl eða flugvél. Úti í náttúrunni hefur þú tíma og rúm til að taka eftir smáatriðum, hitta fólk, muna eftir ilmi og skordýrum, mold og rigningu og tilfinningunni þegar sólin skín beint í andlitið. Þetta eru þær stundir sem að móta lífið.
3. Reiðhjólið er nýji golfvöllurinn
Að vera í góðu formi getur hjálpað frama þínum. Að koma sér á framfæri er ekki lengur bundið við golfvöllinn og þeim mun sterkari sem þú ert, þeim mun fleira fólki kynnistu.
4. Að hreyfa sig er lífsstíll en ekki viðburður.
Að vera dugleg að hreyfa sig snýst ekki bara um það að mæta þrisvar í viku í ræktina. Það er frekar um það að hjóla í búðina og leggja bílnum í stæðið sem er lengst frá inngangi og labba frekar en að taka strætó eða leigubíl og einnig að hitta vini til að fara í gönguferðir frekar en að hittast yfir drykk og sitja á stól við barinn.
5. Heilbrigði getur af sér heilbrigði
Heilbrigð hegðun getur af sér heilbrigðari hegðun. Það er hreyfingin, hollur matur, góður svefn, jákvæð sambönd og fleira. Þetta allt er tengt á einn eða anna hátt.
6. Endorfínið hjálpar þér að þrauka
Að taka góða æfingu og svitna vel getur hreinsað skjöldinn. Því það koma dagar þar sem að ekkert virðist ganga upp…þér líður illa, finnst allt molna í höndunum á þér og ert jafnvel farin að gráta af vonleysi. Að fara út og hreyfa sig getur yfirleitt snúið þessari líðan við.
7. Að hreyfa sig reglulega sýnir að þú ert hörku dugleg og áreiðanleg
Aginn sem fylgir því að hreyfa sig reglulega er grunnurinn að velgengni. Ég heyrði um daginn frá vinnuveitanda að hann væri miklu líklegri til að ráða einhvern í vinnu sem t.d hleypur maraþon eða klífur fjöll heldur en týpuna sem situr á barstólnum með drykk þegar hún fer að hitta vinkonurnar.
8. Þér finnst þú falleg og þú lítur afar vel út
Að líta vel út kemur innan frá. Og að vera sterk og stælt er afar fallegt og gefur þér góða tilfinningu og sterkt sjálfstraust.
9. Náttúran í fyrsta sæti
Ef þú hefur tækifæri á því að ganga á fjöll, hlaupa, hjóla, synda, fara á skíði og fleira þá sérðu svo mikið af okkar fallegu náttúru. Það er hollara með ferskaloftinu heldur en svitalykt og táfýlu í ræktinni.
10. Lítil augu fylgjast vel með
Við lærum hvert af öðru. Þú átt kannski eftir að eignast dóttur, frænku, nágranna eða vinkonu einn góðan dag. Og sú litla stelpa mun fylgjast vel með og hlusta á allt sem þú segir og gerir. Hvaða skilaboð viltu að hún heyri?
Sjálf mun ég aldrei ræða við dóttir mína um að hún þurfi að passa í einhvern ákveðin kjól eins og líkamsræktarleiðbeinandinn gargaði í tímanum sem ég talaði um hér að ofan.
En ég mun ræða við hana um hvernig það hljómar þegar könglar falla af trjánum og heyra í mölinni undir skónum og hvernig tilfinningin er að komast yfir endalínuna í maraþoni og hversu yndislegt og sérstakt það er að sjá heiminn á tveimur jafn fljótum.
Ég mun tala við hana um það að vera metnaðarfull, sterk og hafa sjálfstraust.
Ég mun kenna henni að njóta þess að hreyfa sig með því að sýna henni að ég elska að hreyfa mig.
Og restinni leyfi ég henni svo að ráða þegar hún fer að stækka og þroskast.