14 spurningar til að spyrja sjálfa þig þegar þú átt slæman dag
Allar eigum við slæman dag inn á milli allra þessa góðu og þá er oft gott að hafa smá tékklista til að athuga hvort ekki sé nú hægt að snúa deginum upp í það að vera góður.
1. Ertu þyrst ?
Ef svo er þá skaltu fá þér fullt glas af vatni, eða jafnvel tvö. Þú gætir verið að finna fyrir vökvaskorti í líkamanum.
2. Ertu búin að borða eitthvað síðastliðna 3 tíma ?
Ef ekki, fáðu þér eitthvað hollt og næringaríkt, helst með próteini. Ekki bara raða í þig kolvetnum. Í þessu tilviki eru hnetur og hummus t.d afar gott að narta í.
3. Fórstu í sturtu í morgun ?
Ef ekki, skelltu þér í góða sturtu og láttu þennan slæma dag leka af þér ofan í niðurfallið.
4. Hefur þú teygt á þér fótleggina eitthvað síðast liðna daga ?
Ef ekki, gerðu það þá núna. Ef þú hefur ekki orku í að fara út að hlaupa eða í ræktina, þá er fínt að ganga einn stuttan hring í nágrenninu. Og ef veðrið er ömurlegt þá má keyra t.d í IKEA og ganga þar um tímunum saman.
5. Ertu búin að hrósa einhverjum undan farna daga ?
Ef ekki, þá skaltu drífa í því. Og meintu það sem þú segir. Það er alltaf góð tilfinning að hrósa öðrum og það er líka góð tilfinning að fá einlægt hrós frá öðrum.
6. Ertu búin að hreyfa þig við tónlist eitthvað síðastliðna daga ?
Ef ekki, skelltu þér í hlaupagallann og settu uppáhalds tónlistina í eyrun og út í stutt hlaup. Nú það má líka skella tónlist á heima við og dansa eins og enginn sé að horfa.
7. hefur þú faðmað einhvern undan farna tvo daga ?
Ef ekki, faðmað þá þann sem þér þykir vænt um. Það má líka faðma gæludýrið sitt. Og ekki vera feimin við að faðma fólkið þitt.
8. Ef þú ert hjá sálfræðingi eða álíka fræðingi, ertu búin að hitta hann eitthvað nýlega ?
Ef ekki, reyndu að þrauka þar til næsti tími er svo þú getir létt almennilega á þér.
9. Ef þú ert að taka einhver lyf, hefur þú breytt einhverju í sambandi við þau síðast liðnar tvær vikur ?
Ef svo er þá getur það verið að hafa slæm áhrif á þig og þess vegna ertu að ganga í gegnum erfiða daga. Farðu úr náttfötunum og drífðu þig út í göngutúr.
10. Á kvöldin, ertu þreytt eða úrvinda en þráast við að fara að sofa ?
Drífðu þig í náttfötin og gerðu rúmið þitt eins kósý og þú vilt hafa það, leggstu upp í og lokaðu augunum í korter. Helst að hafa eins dimmt og hægt er og engar tölvur, símar eða sjónvarp á að vera í herberginu.
11. Finnst þér þú ekki koma neinu í verk ?
Ef svo er, finndu þér eitthvað einfalt sem þú getur klárað á stuttum tíma, það þarf ekki að vera merkilegra en bara að svara nokkrum tölvupóstum eða vaska upp.
12. Finnst þér þú vera óaðlaðandi ?
Taktu upp símann og skelltu í eina góða „selfie“. Settu hana á netið og vittu til, þú fær hrós fyrir útlitið svo hættu að vorkenna þér og finnast þú óaðlaðandi.
13. Finnst þér þú vera hálf lömuð þegar kemur að ákvörðunartöku ?
Gefðu þér 10 mínútur, hallaðu þér aftur í stólnum og skipulegðu daginn. Ef það er eitthvað sem stendur í þér þá skaltu setja það til hliðar og fara í næsta verkefni.
14. Ertu búin að vinna yfir þig undanfarið – ertu líkamlega og andlega búin á því ?
Ef svo er þá verður þú að hvílast. Það getur tekið nokkra daga að vinna upp orkuna aftur. Farðu sem dæmi í slakandi bað og svo beint í rúmið.
Mundu bara að þú ert komin svona langt og þú munt komast í gegnum slæmu dagana líka. Þú ert miklu sterkari en þú heldur.
Heimild: tickld.com