20 staðreyndir um Pizzur og hversu mikið við elskum þær
Það væri gaman að sjá svona samantekt um pizzu át okkar íslendinga.
Við verðum að horfast í augu við það að á einhverju tímabili í lífinu, þá var pizza uppáhalds maturinn þinn. Ég meina, hvernig er ekki hægt að elska þessar ostabökuðu dásemdir með fullt af gómsætu áleggi.
Það besta við pizzur er að það er svo einfalt að borða þær. Skella sneið á disk og borða með höndunum, engin hnífapör og ekkert vesen.
Ef þú ert mikill pizza aðdáandi þá þarftu ekki að örvænta því að það eru svo margir með þér í þessum hópi, sérstaklega í Bandaríkjunum þar sem um 3 billjón pizzur eru seldar árlega.
Já, það er staðreynd og eins þessar 20 hérna að neðan. Verði þér að góðu!
Venjuleg fullorðin manneskja innbyrðir um 744 kaloríur af pizzu í einu.
34% af líkamsfitu bandaríkjamanna kemur frá pizzu áti.
Karlmenn eru frekar líklegri en konur til að fá sér pizzu.
Konur eru í öðru sæti.
Pizza gefur þér um 27% af orku daginn sem hún er borðuð.
Venjuleg sneið af pizzu inniheldur um 220 til 370 kaloríur.
Bandaríkjamenn innbyrða um 251,770,000 pund af pepperoni á ári.
93% af bandaríkjamönnum hafa borðað pizzu s.l mánuð. Vá, það er mikið af osti.
Gettu hvað október er..... október er mánuður pizzunnar í Bandaríkjunum!
Um það bil 3 billjón pizzur eru seldar árlega í Bandaríkjunum.
Hver einasta manneskja í Bandaríkjunum borðar um 46 sneiðar af pizzu árlega.
Plús eða mínus einn, þá eru um 61.300 pizza staðir í Bandaríkjunum.
Stærsta pizza sem gerð hefur verið var 122 fet, 8 fet í þvermál. Í þessa pizzu þurfti 9,920 pund af hveiti og 198 pund af salti, 3,968 pund af osti og 1,984 pund af tómatsósu.
Eins og við er búist að þá eru laugardagskvöld vinsælustu kvöldin til að panta pizzu.
Ef þú borðar pizzu einu sinni í viku þá gætir þú dregið verulega úr krabbameini í vélinda.
Hvort sem þú trúir því eða ekki að þá er mozzarella sá ostur sem er vinsælastur, af öðrum ítölskum ostum að þá gnæfir mozzarella yfir þeim með 80% notkun.
Pizzur taka meira en 10% af allri sölu á mat í Bandaríkjunum.
Heimsins hraðasti pizzugerðarmaður getur búið til 14 stórar pizzur á 2,35 mínútum.
62% bandaríkjamanna velja kjöt sem álegg á meðan 38% velja grænmetis álegg.
36% af bandaríkjamönnum finnst ekkert að því að borða pizzu í morgunmat. Ekkert skrýtið að það séu svona margir í yfirvigt.
Vinsælasta pizzan í Bandaríkjunum í dag er 14 tommu stærðin.
Pizza sendlar segja að konur gefi meira þjórfé en karlmenn.
Heimildir: elitedaily.com