Fara í efni

4 heilsusamlegar matarvenjur frá 2020 sem við tökum með inn í nýtt ár.

4 heilsusamlegar matarvenjur frá  2020 sem við tökum með inn í nýtt ár.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Árið 2020 var erfitt.


Hlutirnir breyttust verulega mikið, mörg okkar eyddu
meiri tíma heima hjá okkur en nokkru sinni fyrr. En það þýddi líka að við
tókum upp nýjar eldhúsvenjur sem eru góðar fyrir okkur og umhverfið okkar.
Sumar af þessum breytingum gerðu það að verkum að við urðum meira
sjálfbjarga í eldhúsinu, ásamt því að leiða til minni sóunar.
Sumt af þessu ætlum við að sjálfsögðu að taka með okkur inn í nýtt ár.  

 

1. Að búa til súrdeig. 

Þetta var árið sem við áttuðum okkur á því að við gætum búið til
brauðið okkar með ekkert nema hveiti, vatni og þolinmæði og þetta
var líka árið sem við áttuðum okkur á að við gætum
bætt við smá súrdeigi í okkar líf. 

Á nýju ári munum við halda áfram að gera tilraunir með súrdeigsbrauðið
prófa nýjar hveitiblöndur til að fá enn fleiri næringarefni
út úr nýju uppáhalds áhugamálinu okkar. 

  

2. Rækta heima 

Að rækta heima er svo sem ekkert nýtt, en það sem breyttist á þessu ári
var þó að við þurftum að vera meira heima og þess vegna bættu margir
allskonar jurtum í eldhúsgluggann. Ferskar kryddjurtir beint úr glugganum
í matinn er eitthvað sem við höldum áfram að gera á nýju ári. 

Með vori mætti jafnvel bæta í og búa til lítinn jurtagarð bak við hús.
Ekkert er betra en matur sem þú hefur búið til sjálf/ur. 

 

3. Bakstur með ávöxtum. 

Við erum að tala um bananabrauð, en við ætlum okkur að gera
meira en bara bananabrauð á nýju ári. Við elskum að nota maukaða
banana og eplasósu í staðinn fyrir olíu í bakstri. Maukaðir ávextir
munu bæta raka við muffins og kökur án unninnar olíu eða
viðbættrar fitu og geta komið í staðinn fyrir viðbættan sykur. 

  

4. Að vera okkar eigin kaffibarþjónn 

Á þessu ári fækkaði ferðum okkar á kaffihúsið og þó að við gerum
enn okkar besta til að styðja við uppáhalds kaffihúsið okkar, gerum
við það meira með því að kaupa baunir. Þetta er árið sem við lærðum
að hámarka smekk og ávinning af heimabrugginu okkar, hvernig á
að gera fullkomið kalt brugg og ný uppáhalds vörumerki í kaffiflórunni. 

 Árið 2021 munum við ekki aðeins halda áfram að styðja kaffihúsin á 
staðnum heldur líka kafa í skilning á birgðakeðjunum sem koma kaffinu til okkar,
sem og að styðja kaffibændur.   

Heimild mindbodygreen.com