4 rakstursráð gegn inngrónum hárum
Inngróin hár í skeggrót geta verið ótrúlega þrjósk. Það sem gerist er að skegghárið skreppur af rakvélinni og undir húðina og vex þar á ská undir húðinni í stað þess að vaxa upp. Stundum er þetta vægt og orsakar rauðar litlar bólur, hugsanlega litlar graftarbólur og oft alveg heilmikinn kláða. Stöku sinnum eru þessi inngrónu hár alveg ótrúlega þrjósk og valda sýkingu og kýlum sem enda í örum.
Passaðu hvað þú notar á húðina
Notaðu krem eftir rakstur sem inniheldur salicylic sýru. Þetta efni er að finna í mörgum kremum sem mælt er með fyrir bólur eða „acne“ og hefur þá eiginleika að eyða dauðum húðfrumum, vera rakagefandi, hreinsa svitaholur og jafnvel fyrirbyggja sýkingu.
Notaðu rakkrem/olíu fyrir viðkvæma húð sem rennur mjög vel, en varastu raksápu í froðuformi þar sem hún getur þurrkað og ert húðina. Að sama skapi skaltu ekki nota neitt sem inniheldur alkóhól s.s. after shave.
Bættu yfirborð húðarinnar
Það er algjörlega nauðsynlegt að bursta eða skrúbba húðina til að auðvelda skegghárunum að vaxa upp. Á ensku er talað um „exfoliate“ en á íslensku tölum við yfirleitt bara um að skrúbba. Margir sletta og segja „exfólíeita“ því til eru margar aðrar aðferðir við að fjarlægja dauðar húðfrumur en að skrúbba.
Vinsælt núna er að nota sérstakan andlitsbursta sem er mjúkur lítill bursti en það er alls ekki sniðugt ef þú ert með sýkingu, t.d. graftarbólur, sár eða útbrot. Þá er betra að nota „exfoliate“ krem sem fást víða og ekki verra að velja krem með glycolic eða salicylic sýru.
Bættu raksturstæknina
Aðalatriðið er að raka ekki of þétt upp við húðina því það er ein helsta orsök þess að skegghárin skreppa undir. Til að varna því þá máttu ekki toga í húðina þegar þú rakar þig og varastu að setja þrýsting á blaðið. Einnig skaltu raka í sömu átt og skeggvöxturinn liggur og nota rakvél með stöku blaði.
Ef inngróin hár gera usla
Það er gott að hafa Tea Tree olíu við hendina því hún hefur þann eiginleiga að sótthreinsa í gegnum húðina ólíkt venjulegum sótthreinsivörum sem ná bara að sótthreinsa yfirborðið. Þannig nær olían að drepa sýkingu undir húð og ekki er verra að þetta er náttúruleg vara sem þurrkar ekki húðina eða ertir. Svo er snilld að eiga plokkara og næla í skegghárin sem liggja rétt undir yfirborðinu. Passaðu bara að toga þau ekki upp með rótum, það gerir oft endurvöxtinn verri.
Kíktu líka á Bogar af þér svitinn? inn á
Fylgdu okkur á Facebook