5 hlutir sem gerast ef þú hættir að borða sykur fyrir lífstíð
Það má segja um sykur að hann er ekki „illur“ því að sykur má finna í ansi mörgum tegundum af mat, eins og t.d ávöxtum og mjólk.
En að bæta sykri í mataræðið er alls ekki nauðsynlegt.
Staðreyndin er sú að ansi margir jákvæðir hlutir gerast þegar þú ákveður að hætta að borða sykur fyrir lífstíð.
Við sem búum í hinum vestræna heimi höfum verið vanin á löngun í sykur með mat sem inniheldur mikið af viðbættum sykri, en við þöfnumst ekki þessa viðbótar sykurs.
Ef þú hættir að borða allt sem inniheldur mikinn sykur og snýrð þér að því sem inniheldur náttúrulegan sykur þá munt þú taka eftir þessum fimm breytingum í þínu lífi.
1. Þú verður orkumeiri
Eins kaldhæðnislegt og það hlómar að þá höfum við öll teygt okkur í sykur-fyllta drykki eins og orkudrykki og drykki sem innihalda koffein þegar við erum þreytt. En málið er að án alls þessa sykurs erum við miklu orkumeiri en ella. Með öðrum orðum, allur þessi sykur stöðvar líkamann í því að halda orkunni í jafnvægi allan daginn. Og stóri plúsinn er sá að þú finnur ekki fyrir þessum sveiflum í blóðsykrinum eða þreytu seinnipartinn.
2. Þyngdin verður líka stöðugri
Sykur fær þig til að langa í meiri sykur og við erum ekki að tala bara um sykur í hráu formi. Við þurfum að horfast í augu við að flest allur sykur er í feitum mat, mat sem inniheldur mikið af kolvetnum og mikið unnum mat. Það er auðvitað undartekningin er varðar ávextina, en þeir eru næstum allir bara sykur.
Ef þú ætlar í sykur-afeitrun þá mun líkaminn ekki finna fyrir öllum þessum auka óþarfa kaloríum. Þú finnur ekki fyrir hungri og þú átt eftir að grennast. Eða að minnsta kosti þá muntu sjá töluna á vigtinni lækka.
3. Þarmar og ristill munu virka miklu betur
Ef að líffærin þín gætu talað við þig daglega um það hvað þeim langar helst í þá myndu þau segja : Við viljum helling af trefjum og alls ekki fyrirfram unnin mat sem erfitt er að melta. Þegar þú fjarlægir sykurinn úr mataræðinu þá ertu að gera maganum og þörmum kleift að endursetja þeirra eiginleika til að vinna úr því sem þú borðar. Þú gætir orðið vör við það að þú ferð oftar á klósettið og er það mjög jákvætt. Það þýðir nefnilega að allt er að detta í normal rútínu.
4. Þig hættir að langa í sykur
Staðreynd: sykur sækir í meiri sykur. Þegar þú ert búin að fjarlægja hann úr mataræðinu þá hættir þig að langa í hann. Þig hættir að langa í sætindi og sætabrauð. Ávextir verða nógu mikil sætindi fyrir þig.
5. Húðin á þér mun líta miklu betur út
Hefur þú tekið eftir því að þér tekst bara ekki að útrýma fýlapennslum og bólum, alveg sama hvað þú gerir? Þetta er sykrinum að kenna, hann hefur afar slæm áhrif á húðina innan frá. Margir hafa sagt frá því að húðin á þeim sé afar heilbrigð og mjúk eftir að hafa hætt að borða sykur.
Heimild: myscienceacademy.org