5 hlutir sem þér er ekki sagt áður en þú ferð í vaxmeðferð
Hún segir eflaust „ Engar áhyggjur“ en það væri nú enn meira sannfærandi ef að sú sem tekur þig í vax myndi deila með þér þessum upplýsingum hér að neðan.
Taktu tvær verkjatöflur 45 mínútum áður en þú ferð í vaxtímann
Mælt er með íbúfeni því það er ekki sársaukalaust að láta fjarlægja hár með vaxi. Einnig er íbúfen bólgueyðandi sem er afar gott.
Ekki panta þér tíma rétt fyrir blæðingar
Húðin er meira viðkvæm á þessum tíma mánaðarins þannig að reyndu að fá tíma þegar tíðarhringurinn er rétt byrjaður. Og alls ekki fara í vax á meðan þú ert á blæðingum.
Forðastu að fara á æfingu eða klæðast þröngum fötum strax á eftir vaxmeðferð
Það er ekki gaman að fá hrúgu af litlum rauðum bólum á þetta svæði. En það getur gerst farir þú á æfingu 48 tímum eftir vaxmeðferðina. Svæðið þarna niðri er afar viðkvæmt gagnvart svita, bakteríum og núningi frá þröngum fötum. Einnig geta þröng föt aukið á áhættuna á að fá inngróin hár.
Pissubunan gæti verið svolítið „off“ eftir vaxmeðferð
Þannig að fyrstu klósettferðirnar gæti verið öðruvísi en þú ert vön.
Vertu viss um að fá tíma milli 15 og 17
Sársaukaþröskuldurinn er afar hár á þessum tíma dags. Snemma morguns væri meiri sársauki í vaxmeðferð en seinnipart dags.
Heimild: cosmopolitan.com