Fara í efni

Á leiðinni til útlanda og þolir ekki mosquito bit?

Þá er hér vítamínið til að taka því það hrekur allar þessar leiðindar flugur í burtu.
Á leiðinni til útlanda og þolir ekki mosquito bit?

Þá er hér vítamínið til að taka því það hrekur allar þessar leiðindar flugur í burtu.

Það er yndislegt að komast í sumarfrí á fallega sólarströnd, heitt loftið og ljúfar nætur…en…þá er það blessuð mosquito flugan sem fer að gera mörgum leitt og þú vaknar öll út bitin.

Það besta sem þú getur gert til að halda þessari leiðindar flugu í skefjum allt fríið, er að taka inn B1 vítamín, einnig þekkt sem thiamine.

Þannig að þegar þú ert búin að plana hvenær þú ætlar í frí þá skaltu strax byrja að taka þetta vítamín eða vera dugleg að borða þá fæðu sem er rík af þessu vítamíni. Og einnig borða þessa fæðu í fríinu og taka vítamínið.

Fæða sem er rík af B1 – thiamine eru t.d ger, hafrar, brún hrísgrjón, aspas, grænkál, lifur og egg. Einnig er allur þessi matur afar góður til að vega upp á móti stressi og hann eflir ónæmiskerfið.

B1 – thiamine er vatnsleysanlegt vítamín svo það þarf að taka daglega. Og ekki hafa áhyggjur af því að taka of mikið því þú skilar því í burtu með þvaginu.

Ástæðan fyrir því að þetta virkar er sú að þú gefur frá þér lykt sem fælir flugurnar í burtu en það er samt ekki lykt sem aðrir finna.

Ég er týpan sem mosquito flugur elska og ég bý erlendis. Síðasta sumar var afar erfitt fyrir mig, bæði þá ferðaðist ég oft til Ítalíu og þar eru mosquito flugurnar mjög ágengar.

Fyrir þremur mánuðum þá þurfti ég, ritstjóri Heilsutorgs að byrja að taka inn vítamín útaf miklu hárlosi og í þessu vítamíni er einmitt B1 og það sem af er sumri hef ég ekki séð eða verið bitin af mosquito flugu.

Þannig að frá fyrstu hendi þá veit ég að þetta virkar.

Heimild: healthy-holistic-living.com