Fara í efni

Að borða í sig hamingjuna – flottar hugmyndir af gleði fyrir líkamann + uppskriftir

Getur matur bætt skapið ?
Að borða í sig hamingjuna – flottar hugmyndir af gleði fyrir líkamann + uppskriftir

Getur matur bætt skapið ?

Hér fyrir neðan finnur þú uppskriftir sem geta svo sannarlega bætt skapið og þar af leiðandi þína hamingju.

 

Góður matur

Til er matur sem getur breytt efnasamsetningu í heila til að örva góða skapið. Ef þú vilt vera í góðu skapi allan liðlangan daginn þá er mælt með því að prufa þessar uppskriftir.

Morgunmaturinn: Quinoa með hnetum, kanil og brómberjum

Hvað skal gera: taktu ¼ bolla af mjólk, ¼ bolla af vatni og ¼ bolli af quinoa, hreinsuðu og skelltu í pott og láttu suðuna koma upp. Minnkaðu hitann, settu lokið á og láttu malla í korter.

Leyfðu þessu svo að kólna í um 5 mínútur. Hrærið saman brómberjunum, 1/8 tsk af kanil og toppið með 1 tsk af agave og 1 msk af valhnetum.

Og af hverju virkar þetta: quinoa er afar ríkt í próteini sem berst gegn hungurtilfinningunni. Mjólkin inniheldur D-vítamín sem eykur á hamingjuhormónið serótónín og valhnetur er fullar af omega-3.

Hádegisverður: lax með sítrónu og baunasalati (navy beans)

Hvað skal gera: blandaðu saman ¼ dós af navy baunum, ¼ bolla af ristaðri rauðri papriku, 1 tsk af olífuolíu og dass af muldum rauðum piparkornum.

Toppaðu þetta með 1 ½ bolla af söxuðu romaine salati með bauna blöndu og einni dós, nota litla, af laxi. Nota má sítrónusafa til að bragðbæta en það er smekksatriði.

Og af hverju virkar þetta: laxinn inniheldur mikið af omega-3 sem eykur á serótónín í líkamanum og einnig B6 vítamín. Navy baunir eru ríkar af magnesíum sem er eins og allir vita afar gott fyrir líkamann og er mjög gott mótvægi við fyrirtíðaspennu. Rauð paprika og sítrónusafinn eru full af C-vítamíni sem gerir við heilasellurnar okkar.

Kvöldverður: Paella með saffron, rækjum og kjúklingabaunum

Hvað skal gera: hitið eina tsk af ólífuolíu á góðri pönnu á meðal hita.Bætið á pönnuna 6 stórum rækjum og einum mörðum hvítlauksgeira eldið þar til rækjur eru ekki lengur gegnsæjar. Færið þetta í skál og til hliðar.

Blandið nú saman ¼ úr dós af mörðum tómötum, látið renna af þeim, 1/8 tsk af saffron kryddi, muldu, 1/8 tsk af sterkri sósu, allt þetta fer á pönnuna. Bætið einnig við ¼ bolla af elduðum brúnum hrísgrjónum, ¼ úr dós af kjúklingabaunum og látið malla í 5 mínútur. Nú setjið þið rækjublönduna saman við og eldið þar til allt er heitt í gegn.

Og af hverju virkar þetta: Saffron getur létt á þunglyndi. Kjúklingabaunir innihalda folate sem lyftir skapinu og rækjur eru fullar af B6 vítamíni og með brúnu hrísgrjónunum ertu komin með magnesíum.

 

Fengið af vef health.com