Fara í efni

Að borða yfir tilfinningar sínar - Guðni og hugleiðing á mánudegi

Að borða yfir tilfinningar sínar - Guðni og hugleiðing á mánudegi

MATARÆÐI, TILFINNINGAR OG SJÁLFSMYND

Þegar við leggjum svona mikla áherslu á mataræðið og tilfinningalegar tengingar þess við sálarlíf okkar er það vegna þess að við erum oft að borða til að dempa strauminn á taugaendunum. Að borða góðan, bragðmikinn og orkuríkan mat hefur á okkur tilfinn- ingaleg áhrif – að borða yfir tilfinningar sínar er því leið margra til að hafa stjórn á því hvaða tilfinningar þeir upplifa.

Skrif mín hér á undan hafa öll snúist um að afstrauma gamla drauga, losna undan gömlum ferlum og leysa sig úr álögum. Við gerum það með því að fyrirgefa okkur og taka ábyrgð á eigin líðan – með því að gefa skortdýrinu ekki vægi tökum við það úr sambandi. Eina leiðin til þess er að elska – elska allt sem við erum og allt sem við gerum, líka neikvæðu bullhugsanirnar sem breytast í þráhyggju ef við gefum þeim vægi.

Við leysum okkur úr álögum með því að kenna líkamanum nýjar reglur, skapa nýjar tengingar; með því að skilyrða taugaenda líkamans upp á nýtt og segja þeim að hætta að vilja lifa í skorti, fjarveru og þjáningu. Við tökum strauminn af taugaboðum sem hamla okkur.