Að elska einhvern með ADD eða ADHD
Ef þú ert í sambandi eða um það bil að hefja samband með einhverjum sem er með annaðhvort ADD eða ADHD gæti verið gott að hafa eftirfarandi atriði í huga:
1. Þeir eru með öran huga
Heilinn stoppar ekki. Það er enginn on/off takki. Engar bremsur. Það þarf einfaldlega að læra að lifa með þessu.
2. Þeir hlusta en virðast ekki taka inn það sem sagt er.
Má vera að einstaklingur með ADD sé að horfa á þig, hlusta á orðin þín, fylgjast með vörunum hreyfast, en eftir smá tíma er hugur þeirra kominn á flug. Þeir heyra ennþá í þér en í huganum gætu þeir verið einhversstaðar úti í geimnum. Þeir eru að hugsa um hvernig varirnar þínar hreyfast eða að hárið þitt sé ekki að dreifast í jöfnum hlutföllum niður axlirnar þínar.
3. Þeir eiga erfitt með að halda sér við efnið
Í staðinn fyrir að halda fókus á því sem er fyrir framan þá sóna þeir út og skoða litina í málverkum á veggjunum í staðinn. Líkt og í völundarhúsi byrja þeir að ganga í ákveðna átt en eru svo alltaf að skipta um átt til þess að finna réttu leiðina út.
4. Þeir verða auðveldlega stressaðir
Sem djúpt þenkjandi einstaklingar eru þeir viðkvæmir fyrir því sem er í gangi í kringum þá. Að sitja á líflegum veitingastað getur í þeirra huga verið eins og að fara á tónleika með Metallica.
5. Þeir eiga bágt með að einbeita sér þegar þeir eru tilfinningasamir
Ef einstaklingur með ADD er með áhyggjur yfir einhverju eða fer í uppnám þá kemst lítið annað að. Það verður á köflum ómögulegt að einbeita sér að vinnu eða venjulegum samskiptum við aðra.
6. Þeir einbeita sér einum of ákaflega
Þegar dyrnar að hugarfylgsninu opnast stökkva þeir eins og kafarar ofan í hafsjó hugans.
7. Þeir eiga bágt með að hætta einhverju þegar þeir eru á kafi í því
Þeir geta kafað í hafsjó hugans svo heilu klukkutímunum skiptir. Jafnvel þótt súrefnið sé að klárast. Ef þeim líkar það sem þeir eru að skoða er ekki líklegt að þeir komi aftur upp á yfirborðið fyrr en síðasti dropinn af súrefni hefur verið kláraður.
8. Þeim finnst oft erfitt að hafa stjórn á tilfinningum sínum
Það er líkt og að tilfinningarnar lifi sjálfstæðu lífi og láti einkar illa af stjórn. Heilinn á þeim kann að vera stórkostlega frjór og víraður, fær um að skapa ótrúlegustu hluti, en að melta tilfinningar og vera í jafnvægi getur reynst erfitt. Þeir þurfa sérstakan tíma til þess að vinna úr tilfinningum og halda kerfinu gangandi.
9. Þeir eru hvatvísir
Þar sem erfitt getur reynst að hafa stjórn á tilfinningum eiga þeir það til að vera hvatvísir í samskiptum. Þeir segja oft hluti sem þeir sjá síðar eftir. Það getur reynst þeim gersamlega ómögulegt að ritskoða orðin áður en þau fljúga út um munninn.
10. Þeir eru haldnir félagslegum kvíða
Viðkvæmnin getur aukið vanlíðan innan um annað fólk. Þeir óttast jafnvel að þeir muni segja eitthvað kjánalegt eða bregðast við á vitlausan hátt. Þess vegna finnst þeim stundum öruggara að halda sér til hlés.
11. Þeir eru með sterkt innsæi
Fyrir einstakling með ADD er það sem er áþreifanlegt í raunveruleikanum eitthvað sem hann sér í gegnum. Hann sér einfaldlega lengra en augað eygir. Þetta er náðargáfa þeirra sem eru með ADD. Með sterku innsæi og sinni einstöku frjóu hugsun geta þeir skapað nánast hvað sem er. Það er í þessu hugarástandi sem helstu frömuðir og hugsuðir heims hafa komið með uppfinningar eða önnur meistarastykki.
12. Þeir hugsa út fyrir boxið
Annar dásamlegur eiginleiki. Þar sem fólk með ADD á það til að hugsa öðruvísi en gengur og gerist geta þeir nálgast hlutina frá öðrum sjónarhornum. Með innsæinu sjá þeir möguleika sem aðrir praktískt þenkjandi koma ekki auga á.
13. Þeir eru oft óþolinmóðir
Þeir verða pirraðir auðveldlega, vilja að hlutirnir gerist strax og eru stanslaust í símanum sínum, að fikta í hárinu á sér eða með lappirnar á iði á gólfinu að búa til hljóð eða takta. Þetta er einskonar hugleiðsla fyrir þá.
14. Þeir hafa næma skynjun
Blýantar geta virkað þungir í höndunum á þeim. Peysur klæja og lausir þræðir í fatnaði geta angrað þá óstjórnlega. Rúmið er ekki nógu jafnt. Maturinn með einkennilega áferð.
15. Þeir eru óskipulagðir
Að stilla upp haugum eða bunkum víðs vegar um íbúðina er þeirra leið til að skipuleggja sig. Þegar þeir hafa lokið eitthverju fara blöðin sem tengjast því í bunka á borðinu. Þegar bunkunum fer að fjölga óstjórnlega fer þeim fyrst að líða illa og þá taka þeir til. Það getur reynst þeim erfitt að hafa allt í röð og reglu þar sem heilinn er allt annað en í röð og reglu.
16. Þeir þurfa rými til að athafna sig í
Þegar þeir tala í símann eða eiga í samræðum almennt virðast einstaklinar með ADD ná að hugsa skýrar þegar þeir eru á hreyfingu. Þetta ætti að útskýra hvers vegna eitt gott símtal er eins og hálft maraþon fyrir þá.
17. Þeir eru með frestunaráráttu
Að taka ákvarðanir eða ljúka verkefnum á tilsettum tíma er oft erfitt. Ekki vegna þess að þeir eru latir eða óábyrgir heldur vegna þess að í huga þeirra veltast ógrynnin öll af lausnum og möguleikum. Að velja einn þeirra getur reynst þeim ofviða.
18. Þeir geta gleymt einföldustu hlutum
Fólk með ADD á það til að gleyma ótrúlegustu hlutum. Þeir gleyma að sækja fötin í hreinsun. Panta dót af netinu sem þeir gleyma að sækja. Gleyma að kaupa það sem þeir ætluðu upphaflega að kaupa úti í búð. Gleyma tímanum hjá tannlækninum. Það er sama hvað þeir hafa skráð tímann hjá sér á marga staði, þegar hugurinn er á víð og dreif duga minnisbækurnar skammt.
19. Þeir eru með mörg járn í eldinum á sama tíma
Vegna stanslausrar virkni í huganum þá slaka þeir ekki á þegar einu verkefni er lokið heldur æða þeir strax í það næsta. Því meira sem er í gangi á sama tíma því betra. Að múltítaska er eitthvað sem þeir njóta að gera yfirleitt.
20. Þeir eru ástríðufullir
Tilfinningar, hugsanir og orð sem koma frá fólki með ADD eru oft áhrifarík. Allt virðist magnast upp. Þetta er heilmikil blessun ef hæfileikinn er notaður á uppbyggilegan máta. Þegar einstaklingur með ADD tekur sér eitthvað fyrir hendur gerir hann það af öllu hjarta og huga og gefur sig allan í verkið. Þeir eru ákafir og djúpstæðir. Þetta er eiginleiki sem gerir manneskju með ADD ómótstæðilega að elska.
Þegar öllu er á botninn hvolft þá búa einstaklingar með ADD eða ADHD undir mörgum hæfileikum og eiginleikum þrátt fyrir að eiga stundum bágt með að hafa stjórn á þeim. Þegar þú skilur hvernig þeim líður og hvað er í gangi á bakvið tjöldin er auðveldara að deila lífinu með þeim. Með samúð og þolinmæði er hægt að taka betur á erfiðleikum sem kunna að koma upp. Það er mikilvægt að þú hugir vel að sjálfri þér, takir þér tíma fyrir sjálfa þig og ræktir þín eigin áhugamál. Stundum getur verið gott að ræða við einhvern sem getur stutt þig ef sambandið reynir á þig. Taktu þér frí, stundaðu hugleiðslu og finndu ástríðu þína.
Nokkrir af áhrifaríkustu listamönnum, tónlistarfólki og frumkvöðlum heims hafa verið með annað hvort ADD eða ADHD. Þeir slóu í gegn vegna þess að þeir elskuðu það sem þeir voru að gera og fengu góðan stuðning til þess. Skiptu út reiðinni fyrir samkennd. Áttaðu þig á því að það sem þér kann að finnast einfalt í framkvæmd getur reynst þeim óviðráðanlegt viðfangsefni.
Þegar þú áttar þig á hversu þung byrði það getur verið að bera að vera með ADD eða ADHD er auðveldara að elska viðkomandi. Ást og skilningur kemur í stað reiðinnar og þú munt sjá það góða sem í þeim býr.
Tekið af vef hun.is