Þá er ég með nýjan titil
Góðan daginn.
Vaknaði glöð :)
Það er svo gott að klára verkefni og klára þau vel.
Markþjálfunin er bara ein leið fyrir mig að njóta :)
Njóta þess að hlusta.
Og fá að njóta þess að sjá fólk vakna til lífsins með eigin hugsunum og orðum.
En þetta býr allt innra með okkur.
Við sem manneskjur þurfum að virkja okkur.
Það býr einstakur kraftur innan með hverri persónu.
Við getum öll gert hlutina svo vel að við sigrumst á einhverju ótta sem við hræddumst áður.
Oft þurfum við bara smá hjálp.
Ná að virkja það sem við höfum.
Ég fór sjálf til markþjálfa sem hristi vel upp í mér.
Vissi samt að það sem ég langaði að gera var þarna með mér.
En einhvernvegin náði ekki að framkvæma.
Í dag líður mér mikið betur með að framkvæma það sem ég áður hræddist.
Hræddist endalaust við að vera sú sem "gat ekki"
Gat ekki hreyft mig....
Gat ekki lést....
Gat ekki......en get í dag :)
Afþví ég réði því alveg sjálf að nú gæti ég allavega reynt...og aðeins meira en það .
Að vera kona í mikilli yfirþyngd er erfitt líf.
Því þú ert ekki fullkomin.
Og allir eiga að vera fullkomnir....mjóir.
Þegar að ég áttaði mig á þessari vitleysu loksins fóru hlutirnir að gerast.
Það sem kona í mínum sporum þurfti var kærleikur á sjálfan sig.
Að þykja nógu vænt um sjálfan mig að vilja breyta því sem ekki virkaði.
Að verða vinur og vilja byggja sjálfa mig upp.
Ekki brjóta niður endalaust og nota svipu á allar gjörðir sem ekki virkuðu eins og ég hélt og trúði að ættu að virka.
Þegar að ég fór að HLUSTA.
Hlusta á góðar raddir sem vildu mér vel.
Fékk hjálp við að heyra það sem ég áður vildi ekki kannast við.
Og umfram allt að hlusta á sjálfa mig <3
En nóg um það :)
Núna get ég titlað mig Markþjálfa svo "well done girl"
Þá er að safna mér tímum og fá alþjóða vottun á nám mitt.
Legg höfuð í bleyti þessa dagana.
Eg er með endalausar hugmyndir :)
Og ætla skoða þær betur....og útfæra.
Síðan geri ég eitthvað sniðugt.
En næst á dagskrá er "Body pump"
Rífa í lóðin..svitna í poll og njóta.
Þetta gerir sig svo sannarlega ekki sjálft.
Það er ég allavega búin að læra :)
Njótið dagsins <3