Fara í efni

Að tjá, að sýna, að kenna - hugleiðing Guðna á mánudegi

Að tjá, að sýna, að kenna - hugleiðing Guðna á mánudegi

Að tjá, að sýna – að kenna

Hjartað fær rödd og þú heitbindur þig til að fylgja þínum tilgangi. Það gerirðu með því að taka hjartað úr plastinu svo það heyrist almennilega í því.
Framgangan snýst um að sýna heiminum hvað það er sem við viljum – að kenna með því að sýna: Með því að vera fordæmi,
með því að vera breytingin.

Þjáning er skortur á tjáningu. Sköpun er tjáning. Í upphafi var orðið. Framgangan gengur út á það að deila sér, tjá og skapa – ekki aðeins að hafa samskipti, heldur líka að margfalda og deila sér.

Þjáning er skortur á tjáningu. Öll tregða er skortur á flæði, skortur á sam­skiptum á milli mann­ eskja, skortur á því að við skiptumst á jákvæðri orku. Öll tregða er samdráttur, höfnun, viðnám – and­ást.

Framgangan er alls ekki bara veraldleg, ekki frekar en nokkuð annað í þessum heimi. Það er enginn munur á veraldlegri og andlegri birtingu, allt hangir saman á sömu lögmálum, allt opinberar heimildina.