Ætiþistlar og þeirra næringargildi
Ætiþistlinn er meira vinsæll yfir vetrar tímann. Hann er uppruninn við Miðjarðarhafið og hefur verið borðaður langa lengi. Einnig er ætiþistillinn þekktur fyrir að vera afar góður fyrir heilsuna.
En hvað er svona hollt við ætiþistilinn?
Í fyrstalagi þá inniheldur hann lítið af kaloríum, 100 gr af ætiþistli eru um 47 kalolríur. Hann er afar ríkur af trefjum og andoxunarefnum. Í 100 gr eru um 14% af RDS af trefjum. Að fá trefjar úr mat er mikilvægt fyrir meltingafærin.
Ætiþistill inniheldur einnig efni sem vinna á móti slæma kólestrólinu og með því að neyta hans ertu að koma ákveðnu jafnvægi á kólestrólið hjá þér.
Ferskur ætiþistill er dásamleg uppspretta af vítamínum og fólín sýru. Fólín sýra er til dæmis mikilvæg fyrir konur á barnseignaraldri og fyrir konur sem eru þungaðar.
Þú finnur líka C-vítamín í ætiþistli. C-vítamín er afar gott til að viðhalda unglegri húð og einnig stuðlar það að því að líkaminn er sterkari en ella að berja af sér kvef og pestir.
Ætiþistill er eitt af þeim grænmetum sem er afar ríkt af K-vítamíni. En K-vítamín skiptir miklu máli þegar kemur að heilsu beina.
Einnig er hann ríkur af B-complex grúppu af vítamínum eins og niacin, B-6, thiamin og panthothenic sýru en allt þetta skiptir máli fyrir virkni fruma í líkamanum.
Og það er meira, þeir eru einnig ríkir af steinefnum eins og kopar, kalki, kalíum, járni og manganese. Að auki má finna í litlu magni flavonoid sem er andoxunarefni og efni eins og carotene-beta, lutein og zea-xanthin.
Heimild: nutrition-and-you.com/artichoke
Mundu eftir okkur á Instagram #heilsutorg