Fara í efni

Afar fallega skipulögð minni rými og herbergi – kíktu á myndirnar

Að skipuleggja heimilið sitt getur oft á tíðum verið ansi flókið.
Fallega skipulögð lítil rými og herbergi
Fallega skipulögð lítil rými og herbergi

Að skipuleggja heimilið sitt getur oft á tíðum verið ansi flókið. 

Oft hugsa ég að ég vildi hafa aðeins stærra hús til geta framkvæmt þær hugmyndir sem maður fær innblástur fyrir.  Plássleysi virðist há okkur mörgum þegar við sjáum falleg húsgögn eða hluti sem okkur langar að fegra heimilið með.

 Flest herbergi virðast oft vera í minni kantinum og þá kemur það sér vel að geta leitað eftir innblæstri á netinu.  Það þarf oft mikla útsjónarsemi og gott auga til að herbergin gangi upp eins og við viljum hafa þau.  Hérna eru nokkur herbergi sem sýna okkur að það er vel hægt að gera minna rými og herbergi fallegri.

1. Vel skipulagt barnaherbergi, auðvelt að halda því hreinu og fínu.

gg

2. Ég fell alltaf fyrir vel skipulagðri vinnuaðstöðu og að sjálfsögðu kemur maður meira í verk með allt á sínum stað.

g

3. Held að önnur hver kona hér á landi sé iðinn við lopann, fallegt skipulag og garnið setur sterkan svip á herbergið.

j

4. Þetta eru kannski gamlar fréttir að það er töff að raða bókunum sínum í litaröð.  Verður bjarta yfir fyrir vikið og smart.

bb

5. Sterkir litir hér og þar um litið rými, lætur það virka stærra.

gg

6. Þetta er stórsniðug hugmynd, breyta skáp í barna vinnuaðstöðu.  Góð regla væri þá að hafa tölvuna þarna ALLTAF svo að það sé hægt að fylgjast með netnotkun barnsins.

m

7. Ljósi viðarliturinn myndar fallegan ramma utanum hlutina í hillunni og gerir þetta að fallegri geymslu fyrir barnið.

k

8. Eitt af mínu uppáhalds, kassar til að fela allt smáa dótið.  Smart að þurfa ekki að vera með allt upp í hillu. Stílhreint og fallegt.

g

9. Það hríslast um mig sæluhrollur þegar ég sé þessa mynd.  Er að spá hvort að viðkomandi gæti kennt mér að vera svona súper skipulögð!

nn

10. Ótrúlega smart lausn á litum gólffleti, en ég efast um að við gætum fundið okkur svona loft hér heima.  Rúmmið verður meira „kósý“ með vinnuaðstöðuna svona yfir gaflinum og rúmteppið er æði.

j

11. Falleg útfærsla fyrir unglinginn, bjartir litir gera mikið i svartasta skammdeginu.  Held að við séum allt of feimin við að nota sterka liti á veggi og húsgögn.

n

12. Hér er gott pláss fyrir bækur og fatnað. 

j

13. Hér hafa gamlir hlutir öðlast nýtt líf í bland við það nýja. 

j

14. Dásamlegt dömuherbergi, skipulag í hverju rúmi og fallegum litum blandað saman. 

j

Það má vinna stórt úr smáu rými með góðu skipulagi. 

Ef þú lumar á góðum skipulagsráðum og vilt deila með okkur og lesendum, taktu myndir af þínu skipulagi og #heilsutorg #heimaerbest á Instagram og leyfðu okkur að fylgjast með.  

Eða sendu okkur myndir á ritstjorn@heilsutorg.is  og segðu okkur frá verkefninu.

Ást og friður frá Brunei,

Karólína

Mundu eftir okkur á Facebook