Áfram þú!
Við vitum öll að hreyfing er góð og með markvissri þjálfun hlúum við að öllum helstu kerfum líkamans og erum að lengja tímann sem okkur getur liðið vel.
Þar er endurtekningin best – hún skilar mestum árangri því að taugaminnið okkar og vöðvaminnið fer að vinna með okkur eftir 12 vikna þjálfun. Það sama gildir um heilann, því meiri hugarleikfimi – því meiri gleði og vellíðan. Heilinn einn og sér má ekki ráða ferð okkar. Innsæið okkar á alltaf að ráða för því fylgir öryggi, gleði og friður.
Hugurinn er frábært og ómissandi hjálpartæki sem hvorki vinnur með okkur eða á móti. Hans stærsta hlutverk er að bregðast við því sem þú hugsar, sérð og finnur. Þetta námskeið felur í sér nýja nánd við heilann sem líffæri, -hvernig við hugsum og getum brotið upp gömul hugsanamynstur. Það hvernig við getum fengið endorfínið – gleðiefni heilans til þess að aukast.
Námskeiðið felur í sér smá upphitun og farið verður í hugarleikfimi. Kennt verður hvernig heilinn er ein stór efnaverksmiðja sem sendir efni með blóðrásinni í kjölfar hugsana. Við ætlum að læra að þekkja muninn á rödd hugans og rödd hjartans (innsæisins).Það verða kenndar leiðir að meira hugrekki og sjálfstrausti og þar verður notast við æfingar úr leiklist. Þegar við sigrum okkur þá eykst vellíðan á allan hátt og alltaf þegar við gerum eitthvað fyrir okkur sjálf og skiljum okkur betur þá viljum við fara yfir næsta þröskuld.
Síðast en ekki síst og kannski það mikilvægasta er gleðin. Við ætlum að finna gleðina í okkur, finna barnið í okkur og hafa virkilega gaman. Farið verður í mikilvægi núvitundar og hvernig hún getur stutt við frið og gleði í hjarta og huga. Svo endum við á stuttri en áhrifaríkari slökun. Ráðlagt er að hafa stílabók og penna meðferðis og vera í þægilegum fötum.
Námskeiðið verður haldið fimmtudaginn 22.maí frá kl 18:00 til 21:00. Lengd námskeiðs er 3 tímar, verð: 5500.- kr
Skráning „HÉR“
Mundu að þú ert stórkostleg manneskja og ég hlakka til að sjá þig.
Leiðbeinandi:
Sigurbjörg Bergsdóttir, ráðgjafi Lausnarinnar
Lausnin.is