Afslappaða fólkið líklegra til að sofa betur
Margir glíma við svefnörðugleika. Eiga erfitt með að sofna á kvöldin, eða vakna um miðja nótt og sofna ekki aftur.
Erla Björnsdóttir sálfræðingur segir að fólk af báðum kynjum, á öllum aldri og af öllum stéttum geti upplifað svefnvandamál. „Það er þó ýmsir þættir sem geta aukið líkur á svefnvanda, t.d streita, óreglulegar svefnvenjur, verkir og líkamleg og andleg veikindi“, segir hún.
Velta svefninum ekki fyrir sér
Erla segir erfitt að gefa gefa almennt svar um hvað einkenni þá sem eigi erfitt með svefn.“þeir sem aldrei hafa glímt við svefnvanda eru sjaldnast að velta svefninum fyrir sér, leggjast bara uppí rúm og fara að sofa“ segir hún. „Fólk sem hefur hins vegar lengi glímt við svefnvanda er líklegra til að vera með alls kyns reglur og rútínu í kringum svefninn. Ég myndi segja að fólk sem er laust við streitu úr sínu lífi sé mun líklegra til að sofa vel en aðrir“.
Hugurinn fer á fullt þegar lagst er á koddann
Það geta verið ótal ástæður fyrir því að fólk glímir við svefnvanda, að sögn Erlu. „ Margir upplifa það að hugurinn fer á fullt þegar lagst er á koddan. Minnstu hlutir geta raskað ró fólks á þessum tíma og jafnvel valdið andvöku. Það er því ágætt ráð að fara í gegnum uppgjör dagsins og skipuleggja morgundaginn áður en lagst er á koddann á kvöldin. Ef fólk finnur fyrir streitu eða óþægindum þegar komið er uppí rúm og getur alls ekki sofnað er ráðlegt að fara fram í smá stund, gera eitthvað rólegt frammi og reyna svo aftur að sofna þegar syfjan hellist yfir á ný“, segir hún.
Mælir með hugrænni atferlismeðferð
Erla segir að almennt sé ekki ráðlegt að nota svefnlyf að staðaldri, hvort sem þær eru daufar eða ekki. Slík noktun geti haft neikvæðar heilsufarslegar afleiðingar. „Almennt er ekki ráðlegt að nota svefnlyf að staðaldri og slík notkun getur haft neikvæðar heilsufarslegar afleiðingari“, segir hún. „Svefnlyf geta verið gagnleg til notkunar í örfáar vikur til þess að bregðast við skyndilegu og skammvinnu svenleysi eða til að rjúfa ákveðinn vítahring. En ef svefnleysi heur verið til staðar í nokkra mánuði er alltaf mælt með hugrænni atferlismeðferð sem fyrsa úrræði svefnvanda“.
Koma sér upp rólegum kvöldvenjum
Flest höfum við heyrt hver eru helstu ráðin . . . LESA MEIRA