Fara í efni

Allir hafa alltaf rétt fyrir sér vill Guðni meina, hugleiðing á föstudegi

Hugleiðing á föstudegi~
Hugleiðing á föstudegi~

Veistu hver hefur reynst mesta ógæfa margra? Til dæmis að laða að sér fjármagn, orku eða tækifæri umfram heimild. Ein leiðin til þess er að vinna í lottói eða happdrætti. Það er mikil gæfa, gætirðu hugsað með þér, enda dreymir okkur mörg um slíka sendingu. Við sendum þessa óskhyggju út í heiminn og trúum því að þegar óskin rætist verði okkur allir vegir færir – „þegar ég verð ríkur þá ...“

Allir hafa rétt fyrir sér – alltaf

Staðreyndin er sú að aðeins örfáir þeirra sem hljóta háa lottóvinninga öðlast aukin lífs- gæði eða velsæld. Flestir þola ekki álagið sem fylgir umfangi orkunnar – þeir eiga ekki heimild fyrir henni og vísa henni frá sér með öllum tiltækum ráðum. Þeir ráða ekki við orkuna og geta ekki unnið úr henni.

Þeir fá velsældartruflanir – andlegar meltingartruflanir.
Því að gæfan er ekki endilega fólgin í gjöfunum.
Það gilda alltaf sömu lögmálin – þegar við innbyrðum orku umfram heimild þá fáum við meltingartruflanir, sama hvort það er varðandi mat eða aðra orku. Það er á þessum forsendum sem ég segi:

Allir hafa alltaf rétt fyrir sér.