Fara í efni

Allt er með vilja gert - Guðni með hugleiðingu dagsins

Allt er með vilja gert - Guðni með hugleiðingu dagsins

Verði þinn vilji! 

Allt er með vilja gert. Ekkert er háð viljaleysi eða tilviljunum – enda þýðir orðið tilviljun einfaldlega „að vilja til sín“.

Allt er með þínum vilja gert og aðeins tvær leiðir eru færar að þeim vilja – í vitund eða ekki. Þegar þú velur hvernig næringu þú innbyrðir á hverjum degi stjórnar þú hvernig þér líður, en þegar þú velur ekki næringu í vitund þá stjórnast valið af því hvernig þér líður. 

Valkvíði = níska. Valkvíði er ákvörðun um skort og máttleysi – ákvörðun um að lifa í nísku og skammta sér velsæld; ákvörðun um að lifa í skugganum. 

Valkvíði er að neita sér um beint vald – að velja að velja ekki og vera þar með fórnarlamb.