Töfrar Aloe Vera plöntunnar
Mig langaði bara að kynna Aloe Vera plöntuna fyrir ykkur, hún er nefnilega mögnuð. Kölluð “plant of immortality” og var fyrst notuð af Egyptum fyrir um 6,000 árum.
Já það er rétt, þessi oddhvassi græni gimsteinn sem plantan er, hefur verið notuð í gegnum aldirnar til að lækna hin ýmsu mein. Kleópatra notaði hana t.d á líkamann til að halda í unglega húð. Grikkir notuðu hana til að lækna svefnvandamál og hármissi og Amerísku indjánarnir kölluðu Aloe Vera “Wand of the Heaven”.
Ekki er nú verra að Aloe vera framleiðir a.m.k sex náttúlega sýklaeyða sem geta eytt myglu, bakteríum, sveppum og vírusum. Og það nýjasta, vísindamenn og þeir sem vinna að rannsóknum á að finna lækningu við AIDS eru farnir að prufa sig áfram með plöntuna og einnig er verið að rannsaka áhrif hennar á krabbameinsfrumur.
Til að nota plöntuna þarf að taka blað og skera það í tvenn ofan frá. Sem sagt lárétt niður blaðið. Ef þú hefur hugsað þér að taka Aloe vera inn þá skaltu leita upplýsinga um drykki sem framleiddir eru sérstaklega til inntöku.
1. Dekraðu við þig með líkamsnuddi. Skerðu blöðin niður á lengdinni og notaðu innrabyrði blaðsins sem líkamsskrúbb í sturtu.
2. Meðhöndlaðu brunasár ef þú óvart rekst í heitan pott eða pönnu í eldhúsinu.
3. Þú getur dregið úr marblettum með því að bera á þig Aloe vera.
4. Aloe vera er langbest til að nota ef þú brennur í sólinni. Í Aloe vera eru kælandi áhrif.
5. Er þú ert með útbrot sem þú ert ekki viss hvað eru, þá er í lagi að prufa að nota Aloe vera á svæðið.
6. Mýktu fætur á barninu með nuddi upp úr Aloe vera plöntunni.
7. Færðu frunsur? Það má bera Aloe vera á frunsur og herpes.
8. Strjúktu Aloe vera yfir blöðrur t.d eftir nýja skó.
9. Þú getur notað Aloe vera sem rakakrem í andlitið.
10. Róar niður Psoriasis.
11. Getur komið í veg fyrir ör og slitför.
12. Minnkar vörtur.
13. Finnst þér húðin í andlitinu farin að eldast? Notaðu Aloe vera daglega. Kleópatra gerði það.
14. Þú getur aukið hárvöxtinn með því að nota Aloe vera í hárið, nuddaðu því vel niður í hársvörðinn, hafðu í í 30 mínútur og skolaðu svo.
15. Dregur úr flösu, blandaðu kókósmjólk og Aloe vera saman og nuddaðu hársvörðinn vel.
16. Taktu af þér augnfarða með Aloe vera.
17. Það má meðhöndla minniháttar pirring í leggöngum.
18. Aloe vera safi er afar góður fyrir magann og bætir meltinguna.
19. Þú getur drukkið Aloe vera til að lækka blóðsykurinn, þetta er sérstaklega ætla fyrir sykursjúka.
Fyrir heilsuna og innyflin
Aloe Vera er ekki eingöngu notuð fyrir húðina heldur er hún líka æt. Plantan er rík af A, B1, B2, B5, B12, C, E vítamínum, fólínsýru og niacin.
Hún er því góð leið til þess að fá fleiri vítamín og amínósýrur í kroppinn. Hún hefur einning reynst vel við hinum ýmsu magavandamálum og heilsukvillum.
Hennar er helst neytt í formi safa og best er að byrja á að taka hana inn í litlum skömmtum.
Fyrir áhugasama er hægt að fá leiðbeiningar um hvernig maður býr til safa úr plöntunni hér.
Heimild: ifls.com