Appelsínu- granatepla grænn smoothie
Þar sem að þessi græni drykkur hefur bæði safaríkar appelsínur og granatepli þá er ekki endilega þörf á meiri vökva. En það getur farið eftir því hvernig blandara þú ert með.
Hollur og svalandi
Þar sem að þessi græni drykkur hefur bæði safaríkar appelsínur og granatepli þá er ekki endilega þörf á meiri vökva. En það getur farið eftir því hvernig blandara þú ert með.
En hérna er uppskriftin.
Hráefni:
1 góð pera sem búið er að afhýða og hreinsa
2 appelsínur, hýðislausar og án steina
½ bolli af granatkjarna
3 stór blöð af grænkáli, taka stilkinn og henda
60 ml af vatni ef þarf
Leiðbeiningar:
Byrjaðu á að setja vökvann í blandarann og skelltu svo ávöxtunum saman við. Allt sem er grænt fer síðast í blandarann. Setja á góðan hraða og láta vinna í um 30 sekúndur eða þarf til drykkurinn er mjúkur.
Í þessum drykk eru 355 kaloríur
Fita er 2 gr
Prótein 8 gr
Kolvetni 84 gr
Trerfjar 19,4 gr
Kalk 33% af RDS.
Járn 1,5 mg
Folate 278,2 mcg
A-vítamín 44% af RDS
C-vítamín 294% af RDS
Þessi smoothie er einnig ríkur af B1 og
B6 vítamínum, kopar, magnesíum, kalíum og zinki.
Fullt glas af hollustu.
Njótið~