Fara í efni

Appelsínu- og trönuberjamúffur með kókoskeimi

Ég verð sífellt fráhverfari sætum kökum og hefðbundnu góðgæti svo ég baka afskaplega sjaldan. Hins vegar rak ég augun í alveg hreint ómótstæðilega uppskrift sem mig langaði að prófa.
Freistandi þessar
Freistandi þessar

Ég verð sífellt fráhverfari sætum kökum og hefðbundnu góðgæti svo ég baka afskaplega sjaldan. Hins vegar rak ég augun í alveg hreint ómótstæðilega uppskrift sem mig langaði að prófa – en ekki fyrr en ég hafði úthugsað hvernig ég gæti lagað hana enn frekar að mínum einfalda smekk. Ég reyni alltaf að hafa sem flest innihaldsefni næringarrík og helst engin sem þjóna litlum eða neikvæðum næringarlegum tilgangi.

Úr tilraunum mínum varð þessi einfalda uppskrift sem framkallar svo dásamlegar, nær ósætar múffur með fersku appelsínubragði, kókoskeim og ljúffengum trönuberja-laumufarþegum.

Þessar múffur er einfalt og fljótlegt að gera og þær eru ómótstæðilega ljúffengar beint úr ofninum. Eins og með margt annað sykur- og fitulítið bakkelsi geymast þær stutt - enda engin ástæða til annars en að fá sér nokkrar í einu, beint úr ofninum.

  • Undirbúningur : 15 mínútur
  • Eldunartími : 20 mínútur
  • Afrakstur : 15-20 stykki

Hráefni

Leiðbeiningar

  1. Forhitaðu bakarofn í 180 gráður.
  2. Maukaðu saman kókosmjólk og heila appelsínu í blandara eða matvinnsluvél. Lykillinn er sá að nota appelsínuna með hýði og öllu saman – þess vegna mæli ég með að hafa hana lífræna.
  3. Á meðan þetta maukast saman í rólegheitunum er gott að skola döðlurnar, skera úr þeim steininn og bæta út í blönduna hverri af annarri.
  4. Láttu allt maukast rækilega saman, stilltu í botn eins og þörf er á, og endaðu á að bæta banana út í. Þessi blanda á að verða alveg mjúk og kekkjalaus en líklega verða þó alltaf einhver ummerki um döðlur sem ekki þarf að hafa áhyggjur af.
  5. Færðu blönduna í stóra skál og sigtaðu þurrefnin út í. Það gæti verið sniðugt að blanda þeim saman í annarri skál og sigta svo. Mér finnst best að sigta dágóðan skammt og hræra svo vel saman áður en ég held áfram að bæta þurrefnum í. Það auðveldar mér a.m.k. að hræra blönduna vel saman.
  6. Hrærðu og hnoðaðu vel þar til þetta er orðið að fallegu deigi. Það á að vera vel blautt.
  7. Loks hrærirðu trönuberjunum saman við.
  8. Notaðu kúffulla matskeið af deigi í hvert muffinsform, bakaðu í 15-20 mínútur og fylgstu vel með.
  9. Þegar múffurnar eru orðnar gullbrúnar að ofan og hægt er að stinga gaffli í eina þeirra án þess að hann komi klístraður til baka, þá eru þær tilbúnar.

Njóttu vel og gangi þér vel að bíða eftir að þessi krútt kólni nægilega mikið svo hægt sé að ráðast til atlögu!

Uppskrift fengin af vef hugmyndiradhollustu.is