Árbæjarskokk hópurinn
Nafn hópsins: Árbæjarskokk
Þjálfari/Þjálfarar: Bergþór Ólafsson
Hvaðan hleypur hópurinn: Hópurinn hittist við Árbæjarlaug og hefur úr fjölmörgum fallegum hlaupaleiðum að velja. Yfirleitt er hlaupið um Elliðaárdalinn niður í Fossvog, yfir í Kópavog eða um Heiðmörk og Hólmsheiðarsvæðið. Eftir æfingar hittist hópurinn í heita pottinum í Árbæjarlauginni, slakar á og hitar kroppinn eftir miklar frosthörkur. Á sumrin eru Elliðaárnar oft notaðar til kælingar áður en farið er í pottinn.
Hvaða daga og kl. hvað: Við æfum á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:30. Þá eru yfirleitt teknar sprettæfingar eða tempóæfingar eftir ca. 2 - 3 km upphitun. Heildarlengd æfinga er um 10 km. Á laugardögum hefst æfingin kl. 9 og þá eru farin lengri hlaup. Stundum er bætt við aukaæfingu á fimmtudögum kl. 17:30.
Er hópurinn fyrir byrjendur og lengra komna: Það eru allir velkomnir að hlaupa með hópnum og við leiðbeinum byrjendum eftir bestu getu. Innan hópsins er hægari hópur sem hentar betur byrjendum og fer hann yfirleitt styttra á æfingum en þeir sem eru lengra komnir.
Er hópurinn virkur í að taka þátt í hlaupatengdum viðburðum hérlendis og erlendis: Hópurinn er yfirleitt með fulltrúa í öllum helstu hlaupum hérlendis. Hópurinn stefnir á a.m.k.eina hlaupaferð erlendis á hverju ári. Þá eru valin áhugaverð maraþon annað hvort að vori eða hausti. Oft er reynt að velja hlaup sem bjóða upp á fleiri en eina vegalengd.
Heldur hópurinn sín/sitt eigin/eigið hlaup: Hópurinn aðstoðar við að skipuleggja og halda Árbæjarhlaupið, sem verið er að enduvekja þessa dagana sem alvöru keppnishlaup.
Er félagslíf hjá hópnum utan við venjulegar hlaupaæfingar og hvað þá helst: Haldin er árshátíð í febrúar og haustfagnaður eftir haustmaraþonið. Þess á milli eru ýmis tilefni notuð til að koma saman og eiga skemmtilega stund saman.
Heldur hópurinn úti vefsíðu og hver er slóðin: Hópurinn er með síðu á Facebook.
Annað áhugavert: Árbæjarskokk getur vart talist til stærri hlaupahópa en fyrir vikið er hann mjög samheldinn og þar ríkir mjög góður andi og vinátta. Við tökum vel á móti öllum sem vilja leggja sig fram og ná árangri. Við hlaupum úti allan ársins hring og það fellur aldrei niður æfing.