Fara í efni

Bakaðir pesto sveppir með brakandi kasjúosti

Frábært sem meðlæti eða bara eitt sér, sveppir eru alltaf svo æðislega góðir.
Svo girnilegt
Svo girnilegt

Frábært sem meðlæti eða bara eitt sér, sveppir eru alltaf svo æðislega góðir.

Þessi uppskrift er án mjólkurvara, soja og hentar vegan.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hráefni:

20 stórir sveppir – þessir venjulegu frá Flúðum

Fyrir fyllinguna:

4 hvítlauksgeirar

2 vorlaukar

2 bollar af basil laufum

½ bolli af Chives

4 lítil Chilly, rauð

¼ bolli af furuhnetum

5 msk af ólífuolíu

Safi úr hálfri sítrónu

Salt eftir smekk

Kasjúosturinn:

¾ bolli af kasjúhnetum

2-4 msk af vatni

1 hvítlauksgeiri

3 tsk af ger

Safi úr hálfri sítrónu

Salt eftir smekk

Undirbúningurinn:

-         Leggðu kasjúhneturnar í vatn í þrjá klukkutíma eða yfir nótt, það er betra.

Pestóið:

-         Merjið hvítlaukinn og saxið niður jurtirnar, chillýið og vorlaukinn.

-         Setjið þetta og restina af hráefnunum í matarvinnsluvél og látið hrærast vel. Takið þetta og setjið til hliðar.

Að búa til kasjúostinn:

-         Settu kasjúhneturnar sem þú átt að vera búin að láta liggja í vatni yfir nótt í matarvinnsluvélina ásamt vatninu sem að þær lágu í. Láttu hrærast þangað til engir kekkir eru sjáanlegir. Þetta getur tekið dágóðan tíma. Merjið hvítlaukinn og bættu honum og restinni af hráefninu í matvinnsluvélina og láttu blandast mjög vel saman.

-         Ef þú hefur nægan tíma að þá er mjög gott að geta sett bæði pestóið og kasjúostinn í ísskáp í nokkra klukkutíma til að leyfa þessu að setjast því þá er það yfirleitt bragðbetra.

Og þá eru það sveppirnir:

-         Hitið ofn á 180°C. þvoðu sveppina og taktu stilkinn úr. Settu svo pestóið ofan í sveppina og ofan á það setur þú kasjúostinn. Kryddaðu með ferskum svörtum pipar. Settu í ofninn og láttu bakast í 10 – 20 mínútur eða þangað til kasjúosturinn er orðinn gylltur og sveppirnir eldaðir í gegn.

-         Taktu nú sveppina út og settu þá á bakka og vittu til, þeir munu hverfa ofan í alla munna eins og skot.

Njótið~