Berta María Waagfjörð í smá spjalli
Hún Berta María býr í Beverly Hills, Kaliforníu og hefur gert síðastliðin 22 ár (tíminn er svo fljótur að líða).
"Ég hef verið gift í 19 ár og við eigum 3 börn, og það er mikið að gera að ala þau upp, koma þeim á hinar ýmsu íþrótta æfingar, píanótíma og þess háttar, ég er eiginlega bara bílstjórinn þeirra alla vikuna og um helgar og hef bara rosalega gaman af því, er mjög stolt móðir" Sagði Berta María.
Hvernig byrjar þú hefðbundin dag og hvað er í morgunmat ?
Ég vakna kl 6:45 og vek börnin mín, yfirleitt er hafragrautur og ávextir, bananar, jarðaber, bláber og granatepli (pomegranate seeds).
Er eitthvað sem þú átt alltaf til í ísskápnum?
Ég á alltaf til ávexti, jógúrt, mjólk og ís.
Nefndu mér þrjá hluti sem þú gætir ekki verið án?
Gæti ekki verið án fjölskyldunnar, það er það eina sem að mér dettur í hug að ég gæti ekki verið án.
Ef þú vaknar extra úldin á morgnana hvað er þitt besta ráð til að ná ferskleikanum aftur ?
Þá skelli ég mér í yoga tíma og fer kannski í spa.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir ?
Að fara í frí með fjölskylunni.
Hversu oft í viku æfir þú og hvernig æfingar ertu að gera?
Ég æfi 5-6 sinnum í viku, fer í spinnig 3-4 sinnum og yoga 2 sinnum.
Ég byrjaði í spinning í janúar á þessu ári og mér finnst það alveg frábært, gott að byrja daginn með frábærri tónlist og stuði.
Hvort velur þú bók eða bíómynd ef þú ætlar að hafa það gott heima ?
Yfirleitt myndi ég velja mér góða bók.
Hvernig ferð þú á milli staða? þá á ég við keyrandi, gangandi, hjólandi….
Ég bý í Los Angeles, þannig að ég fer allt keyrandi, því miður.
Kaffi eða Te ?
Latte á morganna og te á kvöldin.