Bestu teygjur sem hægt er að gera eftir æfingar
Dragðu úr og slakaðu á spenntum vöðvum með þessum fjórum róandi teygjum.
Það er svo gott að finna teygjurnar - eru ekki allir sammála því?
Gerðu hverja teygju fjórum sinnum í 20 til 30 sekúndur í senn.
Að sitja og grípa í tærnar
Gott fyrir hásin og hnésbótarsin.
Sestu á gólfið með fætur beinar. Haltu bakinu beinu á meðan þú teygir þig í tærnar, og þó þú náir ekki alla leið skaltu samt halda stöðunni.
Góð teygja fyrir hlaupara
Góð fyrir hásin og kálfana
Stattu aðeins frá vegg og settu lófana á vegginn. Stígðu aftur með hægri fót. Beygðu vinstra hnéð. Mundu að halda hæl á hægri fæti á jörðinni og haltu. Endurtaktu með hinn fótinn.
Axla teygja
Góð fyrir bakið og axlir
Lyftu hægri handlegg og beygðu olbogann yfir höfuðið í 90 gráður. Notaðu vinstri hendi og gríptu í olbogann og togaðu varlega til vinstri og haltu. Endurtaktu með vinstri hendi.
Hælarnir
Góð teygja fyrir ökkla og liðamót í fæti
Stattu við neðsta þrep við tröppur með tábergið á brúninni. Láttu hælinn síga varlega og haltu. Endurtaktu með hinn fótinn.
Teygja fyrir bak og handleggi
Góð fyrir bakið og handleggi
Liggðu á maganum. Notaðu hendurnar til að ýta þér upp og réttu úr handleggjum. Lyftu lærum frá gólfi og farðu upp á tærnar og haltu.
Heimild: health.com