Bláberja, blóðbergs frostpinnar
Þú notar frosin bláber í þessa uppskrift.
Hráefni:
2 ½ bolli af frosnum bláberjum
½ bolli af mjólk sem búið er að gera sæta – nota má Steviu eða hunang
2 msk hrásykur
4 msk af blóðbergi / timian, saxað niður – verða um 2 msk saxað.
Salt
2 msk ferskur sítrónusafi
Leiðbeiningar:
Það þarf að eiga 4 til 6 stk form fyrir frostpinna.
Taktu berin út úr frysti og láttu þau þiðna.
Taktu mjólkina, ¼ bolla af vatni, sykurinn, blóðbergið/timian og örlítið salt og settu í lítinn pott.
Láttu malla á meðalhita í 5 mínútur og hrærðu öðru hvoru.
Láttu blönduna svo kólna í 30 mínútur.
Settu núna 2 bolla af bláberjum og sítrónusafann í blandarann. Helltu kældu blöndunni varlega saman við og það er gott að nota sigti, látið hrærast. Settu restina af bláberjunum saman við og látið blandast afar vel.
Helltu blöndunni í frostpinna form. Gott er að gera þetta að kvöldi til því þá eru þeir frosnir í gegn næsta morgun. best er að nota könnu með stút svo þetta fari nú ekki út um allt.
Njótið~