Fara í efni

Bláberja, Sítrónu & Quinoa Bitar – snilld að eiga í ísskápnum

Þessir bitar eru einhverstaðar á milli köku og bökuðu haframjöli í áferð, afar bragðgóðir og fylla magann.
Bláberja, Sítrónu & Quinoa Bitar – snilld að eiga í ísskápnum

Þessir bitar eru einhverstaðar á milli köku og bökuðu haframjöli í áferð, afar bragðgóðir og fylla magann.

Það má líka prufa sig áfram og notað önnur ber eins og t.d hindber.

Uppskriftin gefur um 15 bita svo það má stækka hana.

 

 

 

 

 

Hráefni:

2 bollar af quinona (um 200gr)

½ bolli af fínmöluðu brúnu hrís-hveiti

½ bolli af rifinni kókóshnetu

2 tsk af kanil

1 tsk af glútenlausu bökunardufti (matarsóda)

Góð klípa af sjávarsalti sem er fínt malað

1/3 bolli af virgin kókósolíu

½ - 2/3 bolli af raw hunangi – fljótandi

3 stór egg – helst beint frá bónda

Fínt rifinn börkur af einni sítrónu

1 bolli af bláberjum, helst ferskum, en þau mega vera frosin

Leiðbeiningar:

  1. Hitið ofninn í 160 gráður. Takið plötu og berið á hana smjör eða notið smjörpappír og passið að pappírinn hylji einnig brúnir á plötunni ef hún er þannig.
  2. Blandið þurrefnum saman í stóra skál og hrærið þessu vel saman með sleif.
  3. Hitið kókósolíuna og hunangið í litlum potti yfir meðal hita, hrærið þar til þetta er bráðið saman.
  4. Hellið blöndunni saman við þurrefnin og hrærið vel. Bætið nú eggjum, sítrónuberki og haldið áfram að hræra vel saman.
  5. Setjið bláberin lang síðust saman við og hrærið varlega saman. Setjið nú blönduna á bökunarpappírinn, getið haft þetta ferhyrnt eða hringlótt en notið skeið til að jafna þetta til.
  6. Bakið í 20 – 25 mínútur eða þar til kantarnir eru orðnir gylltir og ef þrýst er á miðjuna þá er kakan þétt.
  7. Takið úr ofni og látið kólna áður en skorið er í bita, langsöm, ferkantaða eða hvernig sem er.
Má geyma í lofttæmdum umbúðum í 2 – 3 daga en ef sett er í ísskáp þá geymist þetta lengur.

Njótið~