Ávinningur þess að skrúbba á sér líkamann
Margar konur setja sjálfar sig í neðsta sæti þegar kemur að því að skipuleggja daginn eða vikuna.
Ein leið til að breyta þessu er að setja þig efst á listann með því að annaðhvort fara reglulega í líkamsskrúbb eða gera það sjálf heima í sturtu.
Líkamsskrúbb er nefnilega afar gott fyrir líkamann og þú kannski gerir þér ekki grein fyrir því.
1. Fersk og falleg húð
Besti ávinningurinn við að skrúbba líkamann er sá að húðin verður ferskari og glóandi á eftir. Hvort sem þú notar salt eða líkamsskrúbb sem þú getur keypt víða, þá eru niðurstöðurnar þær sömu. Ég persónulega hef prufað bæði og finnst í rauninni best að gera þetta sjálf heima í sturtu með góðu líkamsskrúbbi.
2. Hreinsar í burtu dauðar húðfrumur og húðin endurnýjar sig
Það ætti að vera augljóst að ef þú skrúbbar líkamann þá ertu að losa þig við dauðar húðfrumur . Þetta greiðir leiðina fyrir húðina að endurnýja sig. Það er mjög gott að skrúbba sig fyrir sólböð sem dæmi.
3. Eykur blóðflæði til húðarinnar
Þegar þú skrúbbar á þér líkamann þá ertu að auka blóðflæðið. Og gott blóðflæði í líkamanum skiptir öllu máli.
4. Appelsínuhúð og öldrun
Sumar tegundir af líkamsskrúbbi geta unnið á appelsínuhúð og húð sem að er farin að sýna merki um öldrun. En það er auðvitað ekki til nein kraftaverkalæknun á þessu en það sakar sko ekki að nýta sér það sem að hægt er að gera.
5. Slökun
Að fara í bað eða sturtu með það í huga að skrúbba líkamann er góð hugmynd. Þú slakar afar vel á. Ef þú vilt fá sem besta slökun skaltu velja líkamsskrúbb með lavender.
Heimild: 3fatchicks.com