Það tekur tíma að breyta líkamanum.
Góðan daginn.
Ég hef komist upp úr djúpum dal offitunar.
En ég þarf að passa hvert skref.
Því að rúlla alla leið niður aftur er auðvelt.
Því vanda ég mig við mataræðið í dag.
Að breyta um lífsstíl.
Þetta gerist ekki á einu bretti.
Hvorki andlega né líkamlega.
Þetta er ekki einn breiður vegur.
Maður er ekki einn daginn með þetta.
Og það koma dagar sem þér langar ótrúlega mikið að bíta fast í nýþvegið brakandi handklæði og öskra :)
En flestir dagar eru nokkuð góðir :)
Og verða betri eftir því sem dagarnir verða fleiri í átt að betri lífsstíl.
Þetta er hálfgerður frumskógur í byrjun.
Og maður er stöðugt að leita af "skyndilausnum"
Allar hillur fullar af megrunar pillum og dufti.
Og hef prufað þær í öllum litum þessar flottu megrunarpillur :)
Kúrarnir hafa runnið inn eins og á færibandi í gegnum líf mitt.
Það sem situr fastast sem algjör niðurlæging er sennilega Línan.
Þangað fór ég á mínum barnaárum....annað hvort klöppuð upp ef kílóin fóru eða "púuð" niður ef grömmin bættust á.
Hryllingur fyrir barn að lenda í .
En svona var aðferðin í þá daga.
Þetta hefur verið líf mitt....að "megrast"
En með breyttum lífsstíl hef ég farið allt annan veg.
Og stundum þurft að fara torfæruleiðina í átt að betri venjum :)
Alveg frá því að festast í drulluleðju og ganga lignan sjó .
En það sem virkar og reyndar það eina :)
ALDREI GEFAST UPP <3
Að detta á rassin er eðlilegt :)
Og að ná að standa upp og halda áfram tekur oft á.
En halda áfram að klífa :)
Ég fattaði ekki mitt mataræði á fyrstu vikunni.
Enn er ég að leita eftir góðum hollum mat.
Og það er eiginlega það besta .
Þetta er ekki bara eitthvað eitt.
Þessi matur eða ekki :)
Heldur er hafsjór af góðu þarna úti.
Oft hef ég gert einhverja uppskrift sem hefur fengið magan á mér til að snúast :)
En þá er það bara frá og áfram held ég til að finna það rétta fyrir mig.
Við erum öll svo allskonar að ein ríkisleið virkar ekki á okkur sem heild :)
Ég þarf oft og iðulega að minna mig a "Afhverju byrjaðir þú aftur...."
Og þá er gott að sjá myndir sem ég get tengt við mína miklu offitu.
En ekki bara horfa á magann minn sem eftir situr í dag.
Ég hef komist upp úr djúpum dal offitunar.
En ég þarf að passa hvert skref.
Því að rúlla alla leið niður aftur er auðvelt.
Því vanda ég mig við mataræðið í dag.
Passa upp á hreyfinguna og þetta andlega.
Og minni mig iðulega á "Afhverju tókstu þig á"
Jæja ég ætla koma mér í gallann.
Þetta gerir sig ekki sjálft.
Þótt árangurinn sýni sig ekki á einum degi jafnvel ekki á einum mánuði .....bara aldrei gefast upp.
Þetta eru litlu skrefin sem telja :)
Njótið dagsins.