Fara í efni

Brownies án glútens og hún er góð

Það skemmir ekki að hafa smá ís með.
Þetta lookar eins og þetta smakkast
Þetta lookar eins og þetta smakkast

Það skemmir ekki að hafa smá ís með.

 

 

 

 

 

Brownies án glútens

75 g smjör eða smjörlíki

1 1/2 dl púðursykur

1 dl hrásykur

1 egg

100 g valhnetur

2 msk kakó

1 tsk vanillusykur

1 1/2 dl FINAX mjölmix (90 g)

1 tsk lyftiduft 

 

Aðferð

Stillið ofninn á  200º. smyrjið eldfast mót sem  ca 15x20cm

Bræðið smjörið , þeytið saman smjör, egg, hrásykur og púðursykur.

Skerið hneturnar gróft og blandið saman við deigið ásamt restinni af innihaldinu  .

Setjið deigið í mótið og bakið í miðjum ofninum í 15 mínútur

Skerið kökuna í ferninga á meðan hún er ennþá heit.