Burtu með alla fitufordóma!!
Heilsugeirinn er nýkominn af Evrópuráðstefnu um offitu sem haldin var í Glasgow í Skotlandi http://eco2019.org. Það er áhugavert og nauðsynlegt fyrir mig sem næringarfræðing að sækja svona ráðstefnur. Með þessari ráðstefnu sér maður stærri myndina af þessu mikla heilsufarsvandamái sem offitan er.
Ég fæ til mín hundruðir einstaklinga á hverju áru í heilsu- og næringarráðgjöf og um 80% af þeim vilja léttast og þetta er yfirleitt það fyrsta sem fólk nefnir í sambandi við sína heilsu og sín markmið.
Það sem snerti mig mest á þessari ráðstefnu var að heyra sögu fólks með offitu því fólk með offitu (sérstaklega alvarlega offitu) verður því miður fyrir miklum fordómum í samfélaginu og frá heilbrigðisstarfsfólki.
Það er nógu alvarlegt að vera með alvarlegan sjúkdóm en að fá ekki þá þjónustu og virðingu sem allar manneskjur eiga skilð er ekki ásættanlegt. Þessir fordómar eru ein ástæðan fyrir því að við erum ekki komin lengra í því að vinna bug á offitunni. Hvernig væri það t.d. ef ég fengi ristilkrabbamein að meðferðaraðilinn (læknir, hjúkrunarfræðingur) færi að úthúða mér fyrir að hafa borðað allt rauða kjötið og beikonið?
Fólk á ekki fá mismundandi heilbrigðisþjónusutu eftir húðlit, hárlit, kyni, nefstærð, þjóðerni, trú, kynhneigð eða þyngd.
Margir sem eru að kljást við offitu hafa verið að klást við einelti og fordóma frá því að þau voru á unga aldri og þessi mismunun hefur bara gert þeirra sjúkdóm alvarlegri.
Fordómar eiga aldrei rétt á sér og þeim ber að eyða með þekkingu og því hefur fólk sem er að eiga við offituna stofnað samtök offitusjúklinga.
Hægt er að kynna sér samtök offitusjúklinga í Evrópu hér https://www.facebook.com/ECPObesity/
Verum góð við hvort annað.
Fengið af Facebook síðunni HEILSUGEIRINN