Fara í efni

Byggðu upp barnið - með góðri næringu og góðum venjum, Matreiðslunámskeið 21.mars – Akureyri

Matreiðslunámskeið með heilsumömmunni á Akureyri.
Byggðu upp barnið - með góðri næringu og góðum venjum, Matreiðslunámskeið 21.mars – Akureyri

Byggðu upp barnið - með góðri næringu og góðum venjum.

Matreiðslunámskeið á Akureyri 21.mars n.k með Heilsumömmunni.

Það þarf ekki að vera flókið að búa til góðan og barnvænan mat frá grunni. Á námskeiðinu fer ég yfir hvernig hægt er að gera mat barnanna okkar næringarmeiri ásamt því að ræða um mataruppeldi og hvernig við getum komið á góðum venjum strax í upphafi.  Við búum til allskonar góðgæti og síðasti hópur fór heim með fulla vasa af frábærum hugmyndum 

Námskeiðið er sýnikennsla og fyrirlestur.
Verð: 6800 kr
Innifalið er full máltíð og uppskriftir

Félagsheimili NLFA, Kjarnalundi

21.mars (laugardagur)

Kl. 10.30-13.30

Þetta námskeið hentar foreldrum barna og unglinga á öllum aldri eða jafnvel ömmum og öfum sem vilja fá fleiri hugmyndir af góðum og hollum mat handa barnabörnunum 

Næringarrík sætindi 

Langar þig að læra að búa til næringarríkara sælgæti ?  Fá fullt af hugmyndum af gotteríi sem nærir, hressir og bætir í stað þess að gera þig þreytta/an og slappan/n.  Framundan eru páskarnir þar sem sælgæti og súkkulaði flæðir út um allt og frábært að snúa vörn í sókn með næringarríkum sætindum.

h

Við gerum súkkulaði og útfærum það á ýmsa vegu, gerum ofur orkukúlur sem eru frábærar í hversdagsleikanum þegar okkur vantar smá orkubita, karamellukubba sem öll börn elska (og fullorðnir líka) og einnig fínasta konfekt og hráköku sem sómir sér á hvaða veisluborði sem er.

Laugardagur 21.mars  kl. 14.00-16.00

Verð: 6500 kr

Innifalið er:  Uppskriftir af öllu sem við búum til, fullt fullt af smakki og rafrænt hefti með fullt af góðum hugmyndum og uppskriftum af heilsunammi.

Ef komið er á bæði námskeiðin kosta þau saman 11.500 kr

Félagssmenn NLFA fá 1000 kr afslátt af námskeiðinu og einnig er gott að hafa í huga að flest stéttafélög taka þátt í að niðurgreiða námskeið um allt að helming.

Skráning: nlfa@simnet.is

Hlakka til að hitta ykkur öll 

Sjáumst,

Oddrún