Dagana 15. - 18. október verður sannkölluð fimleikaveisla í Laugardalnum, þegar 10. Evrópumeistarmótið í hópfimleikum fer fram.
Dagana 15. - 18. október verður sannkölluð fimleikaveisla í Laugardalnum, þegar 10. Evrópumeistarmótið í hópfimleikum fer fram.
Mótið er stærsti innanhússíþróttaviðburður sem haldinn hefur verið á Íslandi en á hverjum tíma munu um 4000 manns geta fylgst með mótinu úr sérinnfluttri stúku sem kemur til með að mynda stuðningsmanna gryfju í frjálsíþróttahöllinni.
Búist er við yfir 50 liðum frá 15-20 löndum til landsins en Íslenska kvennaliðið, og Íslenska U17 kvennaliðið eiga titil að verja á mótinu.
Athugið að takmarkað framboð verður á miðum, því erlendar þáttökuþjóðir eiga frátekinn um helming miðanna.
Keppt verður á gólfi, dýnu og trampólíni í kvenna, karla og blönduðum liðum bæði í unglingaflokki og fullorðinsflokki.
Ekki láta þennan einstaka viðburð framhjá ykkur fara.
Áætluð dagskrá
Mið. 15. okt. 16-22 - setningarathöfn, undanúrslit U17
Fim. 16. okt. 16-22 - undanúrslit
Fös. 17. okt. 16-22 - úrslit U17
Lau. 18. okt. 10-18 - úrslit