Fara í efni

Dásamlegur Mangó Lassi, drykkur sem slær á sykurlöngun

Í dag deili ég með þér himneskum Mangó Lassi drykk sem slær á sykurlöngun og bólgur sem upphitun fyrir ókeypis 14 daga sykurlausu áskorunina sem hefst eftir viku! Verður þú með? Nú þegar eru tæplega 29.000 manns búnir að skrá sig til leiks en þátttakendur fá sendar ókeypis uppskriftir og innkaupalista, fimm uppskriftir í hvorri viku fyrir sig, sem slá á sykurlöngunina! Einfaldara og þægilegra verður það ekki.
Dásamlegur Mangó Lassi, drykkur sem slær á sykurlöngun

Í dag deili ég með þér himneskum Mangó Lassi drykk sem slær á sykurlöngun og bólgur sem upphitun fyrir ókeypis 14 daga sykurlausu áskorunina sem hefst eftir viku! Verður þú með?

Nú þegar eru tæplega 29.000 manns búnir að skrá sig til leiks en þátttakendur fá sendar ókeypis uppskriftir og innkaupalista, fimm uppskriftir í hvorri viku fyrir sig, sem slá á sykurlöngunina! Einfaldara og þægilegra verður það ekki. Smelltu hér til að skrá þig ókeypis í 14 daga sykurlausa áskorun og vertu með okkur, þú hefur engu að tapa nema kannski sleninu og hausverknum!

Ekki leyfa óttanum um úthaldsleysi eða vonda fæðu að halda aftur af þér, áskorunin snýst bara um að hver og einn geri sitt besta. Ég skora á þig að skrá þig og blanda svo í þennan drykk og finna hversu vel sykurleysið getur bragðast!  

Vissir þú að ein helsta orsök sykurlöngunar er ójafnvægi á steinefnum, góðri fitu og próteinum?

Hráefni drykkjarins (sem og í öllum uppskriftum sykurlausu áskorunarinnar) vinna á sykurlöngun og koma líkamanum aftur í jafnvægi. Þessi Mangó Lassi drykkur kemur bragðlaukum skemmtilega á óvart og er ferskur í morgunsárið. 

DSC_1029

Þér gæti þótt öðruvísi að setja svona mörg krydd í drykkinn, en engifer, túrmerik og kanill draga sérstaklega úr bólgum, bjúgsöfnum, jafna blóðsykur og eru talin vinna á kviðfitu

DSC_1048

 Drykkurinn fyllir líkamann sannarlega af ljósi og vellíðan. Enda er túrmerik talið..

  • vera sérlega bakteríudrepandi
  • vinna á liðverkjum
  • efla meltingu og ónæmiskerfið
  • geta létt á depurð og aukið hamingju

Uppskriftin er innblásin af ferðum mínum til Indlands þarsíðasta sumar en þar varð ég algjörlega ástfangin af mangó. Ég komst einnig að því að það eru til 300 tegundir af mangó og borðaði það allra safaríkasta mangó sem ég hef á ævinni smakkað.

Þar fengum við hjónin líka að smakka Mangó Lassi drykk sem er algjört lostæti og varð ég að útfæra minn eiginn þegar ég kom heim. 

DSC_1078

Himneskur Mangó Lassi drykkur
1 ½  bolli möndlu-, hafra- eða kasjúhnetumjólk
½ bolli kókosmjólk (einnig má nota ½ bolla af möndlu-, hafra- eða kasjúhnetumjólk í stað möndlu- og kókosmjólkur, en kókosmjólkin þykkir vel. Ég mæli með að nota kókosmjólk frá Coop sem fæst í Nettó)
1 bolli mangó ferskur eða frosinn (sjá athugasemdir)
1 tsk hvítt tahini eða kasjúhnetusmjör (t.d. frá Monki)
mangó lassi kryddblanda
½  tsk karamellustevia frá Good good brand
1 stór medjool daðla (eða notið ½ tsk til viðbótar af karamellusteviu eða steviu)
2 msk hemp fræ*

Mangó Lassi kryddblanda:
1  tsk túrmerik duft 
¼ tsk maca
¼ tsk  kanill (ég er ástfangin af kanilnum frá Himneskri hollustu og nota ekkert annað)
¼  tsk malaðar kardimommur
¼ tsk saffran
örlítill svartur pipar (bætir upptöku túrmeriks)
salt á hnífsoddi

Skreytt með..
kókosmjöli, túrmerikdufti, kanil, rósapipar, pistasíuhnetum

1. Mælið út mangó lassi kryddblöndu í litla skál. Þetta fyrirbyggir að óvart sé sett of mikið af kryddum í drykkinn. 
2. Setjið næst öll hráefni drykkjarins fyrir utan kryddblönduna í blandara og hrærið þar til silkimjúkt. Bætið kryddblöndunni við og hrærið.

Athugasemdir:
Drykkurinn geymist vel í kæli í 2-3 daga. Öll hráefni fást í Nettó

Fyrir heitan drykk má sleppa frosnu mangó og hita blönduna upp í potti. 

Mér þykir ferskt lífrænt mangó taka drykkinn á næsta stig og mæli ég með því frekar en frosnu mangó ef það er hægt.

Ekki gleyma svo að tagga @julias.food á Instagram með mynd af þínum drykk! Endilega deilið á samfélagsmiðlum :)

Ég vonast til að sjá þig í áskorun, skráning í ókeypis 14 daga áskorun er hér og færð þú fyrstu uppskriftir senda næsta fimmtudag 24.janúar! 

Heilsa og hamingja

jmsignature