Fara í efni

Þessar eru frábærar ef sykurlöngunin sækir að

Þú þarft ekki bakarofn til að búa þessar dásemar smákökur til. Bara rétt hráefni og fullan bolla af ást.
æðislegar þessar
æðislegar þessar

Þú þarft ekki bakarofn til að búa þessar dásemar smákökur til.

Bara rétt hráefni og fullan bolla af ást.

Uppskriftin er fyrir 6 stk af kökum.

 

 

Hráefnin:

¼ bolli af kókósflögum

¼ bolli af hörfræjum

¼ bolli af möndlum, fínt söxuðum

2-3 tsk af möndlusmjöri

½ banana, einnig má nota sæta kartöflu

1-2 msk af kókósolíu

Dökkt súkkulaði, reyndu að hafa það 70%

Klípa af grófu salti

Klípa af kanil

½ tsk af stevia eða hunangi (má sleppa)

Leiðbeiningar:

Stappaðu bananann með gaffli og blandaðu möndlusmjörinu saman við. Blandað svo kókósflögum, hörfræjum og möndlunum útí. Helltu dassi af kókósolíu saman við. Svo bætir þú við dökka súkkulaðinu sem ætti að vera skorið í bita. Kanill og stevian fer síðast út í, en þessu má einnig sleppa.

Að lokum fer saltið saman við. Hrærið vel saman. Svo takið þið deigið og búið til kúlur.

Setjið svo tilbúnar kúlurnar inn í frysti eða ísskáp þangað til þær eru stinnar.

Þessar litlu sætu kökur eru ekkert nema hollustan og fullar af trefjum og gefa þér orku.

Uppskrift : mindbodygreen.com