Einar Kárason rithöfundur í viðtali
Hvernig byrjar þú hefðbundin dag og hvað er í morgunmat ?
Tvöfaldur expresso tvær brauðsneiðar með hamborgarhrygg, hálfur líter af trópí.
Er eitthvað sem þú átt alltaf til í ísskápnum?
Tja... Smjör? Það er ekki alltaf til bjór, svo dæmi sé nefnt.
Nefndu mér þrjá hluti sem þú gætir ekki verið án?
Hlut? Þá erum við auðvitað ekki að tala um það sem skiptir máli, eins og nánasta fjölskylda. Kaffivélin, er möst. Útvarpið og Tölvan.
Hver er uppáhalds rithöfundurinn þinn ?
Sturla Þórðarson. 29. júlí á næsta ári er 800 ár frá því hann fæddist.
Borðaru nammi ?
Nei, ég er hættur því. Ég sef illa ef ég hef étið mikinn sykur. Eins og hann er nú annars fínn.
Hversu oft í viku æfir þú og hvernig æfingar ertu að gera?
Ég spila fótbolta á gervigrasinu í Laugardal þrisvar í viku allt árið um kring með félögum mínum og vinum í Lunch United. En það er eitthvað harðasta frímúrarí sem fyrirfinnst á landinu.
Finnst þér íslendingar almennt duglegir að hreyfa sig?
Ég veit það ekki. Jú, ætli það ekki.
Myndir þú fara á milli staða í Reykjavík á hjóli ?
Jájá, ég átti hjól en það er týnt, kannski fæ ég nýtt í jólagjöf?
Kaffi eða Te ?
Kaffi, kaffi, kaffi.
Ef þú værir beðin um að gefa eitt gott ráð til hóps af fólki, hvaða ráð væri það?
Lesa almennilegar bækur; skáldskap, sagnfræði og landafræði.