Einfaldasta brauð í heimi og það er sykurlaust – A la Sunna systir
Ollræt, hér kemur einfaldasta brauð í heimi fyrir þá sem vilja borða sykurlaust, heimabakað, fljótlegt brauð.
Hráefni:
3 bollar grófmalað spelthveiti
2-3 tsk vínsteinslyftiduft
hálf teskeið sjávarsalt
Hrært saman með mjólk (hægt að nota hvernig mjólk sem er).
Skellt í smurt form og bakað í sirka 30 mín, við 200 gráður. Ég nota sílikonform því það er auðvelt að þrífa þau og ég vil að þetta sé sem minnst vesen.
Svo gerir Sunna yfirleitt alltaf tvöfalda uppskrift og frystir annað brauðið - þessi skammtur dugar fyrir 2 fullorðna og eitt barn í sirka 10 daga.
Sunna systir mín og hennar fjölskylda ákváðu að hætta að kaupa brauð úr búð, bæði vegna þess að það er dýrt, og fullt af sykri og aukaefnum - og núna borðum þau miklu minna af brauði og henda ekki mörgum brauðsneiðum í mánuði.
Þessa uppskrift er svo hægt að nota til að gera allskonar brauð, t.d. ef maður á papriku inni í ísskáp sem er á síðustu metrunum, er sniðugt að brytja hana útí (í rauninni hvaða grænmeti sem er), eða stappa dökkbrúnu bananana og skella útí með smávegis kanil.
Og ofan á þetta brauð er best að nota avokadó í staðinn fyrir smjör.
Hrærðu avokadó og smá sjávarsalti saman og notaðu sem viðbit.
Njótið~