Einfaldur grískur fiskréttur sem slær öll met!
Það er æðislegt að hafa góðan fiskrétt í kvöldmatinn eftir dásamlega helgi.
Hráefni:
450 g þorskhnakkar
2 msk ólífuolía frá Filippo Berio til steikningar
2 msk smjör
3 msk ólífu olía frá Filippo Berio
Safi úr 1 sítrónu
1 dl hveiti
1 tsk cumin
1 tsk paprika
1 tsk túrmerik
1 tsk kóríander
½ pakki forsoðnar parísarkartöflur
½-1 rauð paprika
125 g kirsuberjatómatar
2 hvítlauksgeirar
1 krukka feta ostur
nokkrar ólífur, helst svartar en annars grænar
Salt og pipar
Fersk steinselja
Leiðbeiningar:
1. Kveikið á ofninum og stillið á 200ºC
2. Bræðið smjörið og blandið út í ólífu olíu og sítrónu safa.
3. Setjið hveiti í skál og bætið kryddunum saman við (ekki salt og pipar, það fer seinna), blandið vel saman.
4. Skerið þorskhnakka flakið í hæfilega stóra hluta, mér fannst gott að skipta því í þrjá hluta.
5. Setjið hvern bita í olíu/smjör/sítrónu blönduna þannig hann blotni vel og hjúpið bitann svo í hveitiblöndunni.
6. Hitið 2 msk ólífu olíu á pönnu þangað til pannan er mjög heit en ekki rjúkandi heit. Steikið bitana í um það bil 3 á hvorri hlið (það er óþarfi að elda fiskinn í gegn þar sem hann er fulleldaður í ofni)
7. Á meðan fiskurinn er á pönnunni, raðið þá kartöflum, paprikubitum, kirsuberjatómötum og ólífunum í eldfast mót. Setjið fiskinn svo ofan á grænmetið, reynið að setja hann svolítið ofan í grænmetið.
8. Skerið niður tvö hvítlauksgeira smátt niður og dreifið honum yfir réttinn.
9. Hellið restinni af olíunni/smjör blöndunni yfir og dreifið svo fetaosti yfir allt saman. Kryddið með salti og pipar.
10. Bakið inn í ofni í 15 mín þangað til osturinn verður gullinbrúnn.
11. Raðið ferskri steinselju yfir.