Fara í efni

Einfalt linsubauna „curry“ frá heilsumömmunni

Hversdagsréttur sem er ekki bara hollur heldur virkilega GÓÐUR og ekki bara hollur og góður, heldur líka einfaldur og fljótlegur og ÓDÝR!
Einfalt, hollt og gott
Einfalt, hollt og gott

Hversdagsréttur sem er ekki bara hollur heldur virkilega GÓÐUR og ekki bara hollur og góður, heldur líka einfaldur og fljótlegur og ÓDÝR!

Það var einhvern eftirmiðdaginn þegar kvöldmatur nálgaðist og ég nennti ómöglega hvorki að elda neitt flókið og enn síður að fara út í búð og ákvað að ég skyldi bara nota það sem til væri. Nema gallinn var sá að það var MJÖG lítið til í kotinu. Eftir að hafa farið yfir lagerstöðuna var ljóst að það yrði eldað úr linsubaunum. Ég fór á google og leitaði efir lentils curry og upp kom þessi dásamlega uppskrift sem hafði orðið YUMMI svo mörgum sinnum í textanum svo ég gat ekki annað en prufað og sá svo sannarlega ekki eftir því. Ég hef gert þennan rétt nokkrum sinnum og hann slær alltaf í gegn.

Hráefni:

  • 3 dl rauðar linsubaunir
  • 2 msk kókosolía
  • 1 -2 tsk curry paste (upphaflega uppskriftin segir 2 msk en það er ROSALEGA sterkt)
  • 1 1/2  tsk góð karrýblanda (ég hef bæði notað frá Himneskri  hollustu og líka Pottagöldrum, bæði gott)
  • 1/2 tsk túrmerik
  • 1 tsk kókospálmasykur (ef þið viljið engan viðbættan sykur má setja 1-2 mjúkar döðlur út í sósuna)
  • 2 hvítlauksrif
  • 2 cm af engifer - rifið niður
  • 1 laukur, smátt saxaður
  • 400 ml tómatpassata
  • 1 dl kókosmjólk ( ég set hana ekki alltaf,  fínt að gefa henni stundum frí og setja bara vatn)

Aðferð:

  1.  Best er að láta linsubaunirnar liggja í bleyti í nokkra tíma en ef þið lendið í tímahraki er samt gott að láta þær liggja í ca. 15 mín frekar en ekki neitt.  (En það er samt betra að borða baunirnar óbleyttar en að sleppa því    Sjóðið þær svo í potti í ca. 15-20 mín.
  2. Hitið pönnu, bræðið kókosolíuna og bætið á hana curry paste, karrý, túrmerik, hvítlauk og engifer, bætið lauknum út á og leyfið þessu að malla í 2-3 mín.  Passið að þetta brenni ekki á pönnunni, ef það er að fara að gerast bætið þá örlitlu vatni á pönnuna.
  3. Bætið tómatpassata út á pönnuna, það má líka nota maukaða tómata eða jafnvel 2-3 msk tómatpuré og 4 dl af vatni (hrist saman)
  4. Þegar linsubaunirnar eru tilbúnar hellið þið vatninu af þeim.
  5. Bætið linsubaunum út saman við krydd-lauk blönduna og blandið vel.
  6. Bætið kókosmjólkinni út í og berið fram með fersku kóríander, soðnum hýðishrísgrjónum eða kínóa og góðu salati.

Það má líka alveg sleppa grjónunum og hafa bara nóg af grænmeti með í staðinn.

s

Njótið, með kveðju frá heilsumömmunni.