Súper einfalt Kjúklingalasagna.
Kvöldmaturinn.
Heimalagað Kjúklingalasagnaa.
Sjúklega gott og erfitt að hemja sig í gleðinni :)
Og alveg frábært að elda núna með allar gluggakistur fullar af kryddi
Kjúklingalasagna.
Sósan.
Setja í blandara.
1 rauð paprika
1 Laukur
2 gulrætur
2 tómatar
3 rif Hvítlaukur
1 rautt chilli
Oregano
Basilika
1 dós sykurlausir Tómatar í dós
1 msk. grænmetis kraftur frá Himnesk Hollusta
2 dl. vatn
salt og pipar
Vinna vel í mjúka blöndu
Súper auðvelt og ferskt.
1 kjúklingur sem ég átti til steiktan inn í kæli.
Tætti niður.
Lasagna spelt blöð...en þar sem ég er ekki mikið fyrir of mikið pasta þá notaði ég Eggaldin með
1 dós Kotasæla
Svo setti vel af sósunni í eldfast mót og Lasagna blöðin ofan á.
Síðan kjúkling og Kotasælu.
Þá aftur sósuna...og koll af kolli.
En fyrir ykkur sem vilja ekki mikið pasta nota Eggaldin
Skera bara niður í svipaða stærð og Lasanja blöðin.
Smá ost á toppinn :)
inn í ofn og eldað eftir smekk.
Súper auðvelt.....ferskt og gott.
Vel barnvænt...því grænmetið allt falið í sósunni :)