Fara í efni

Ellefu heilræði fyrir lífið

Góð heilræði fyrir lífið.
Góð heilræði fyrir lífið
Góð heilræði fyrir lífið

Það er alltaf gott að geta litið yfir góð heilræði fyrir lífið.

 

1. Það er sárt að elska einhvern og vera ekki elskaður á móti.
En hvað er sársaukafyllra en að elska einhvern og finna aldrei
hugrekki til að láta þessa manneskju vita hvernig þér líður.

2. Það er dapurlegt hlutskipti í lífinu þegar þú hittir einhvern sem
hefur mikla þýðingu fyrir þig, til að finna út að lokum að því var
aldrei ætlað að verða og þú verður bara að sleppa.

3. Besti vinur er þess konar vinur sem þú getur setið með í rólu á verönd,
bara setið saman, engin orð sögð og geta svo gengið í burt með þá
tilfinningu að þetta hafi verið besta samtal sem þú hefur nokkurn tíman átt.

4. Það er satt að við vitum ekki hvað við höfum átt fyrr en við
höfum misst það, en það er líka satt að við vitum ekki hvað okkur
hefur skort fyrr en það kemur inn í líf okkar.

5. Það getur tekið aðeins eina mínútu að verða skotinn í einhverjum,
klukkustund að verða hrifinn af einhverjum og dag að elska einhvern,
en það tekur alla ævi að gleyma einhverjum.

6. Ekki eltast við útlit, það getur blekkt. Ekki falla fyrir fé,
það getur horfið þér. Veldu einhvern sem kemur þér til að brosa
því einlægt bros getur fengið dimman dag til að verða bjartur.

7. Hvað sem þig dreymir um, farðu þangað sem þú vilt fara,
vertu þar sem þú vilt vera, þú hefur aðeins eitt líf og
eitt tækifæri til að gera allt það sem þú vilt gera.

8. Settu þig alltaf í spor annara.Ef þú telur að eitthvað sé það sem
særi þig, þá særir það líklega aðra líka.

9. Kærulaus orð getur kveikt deilur, grimm orð geta
sært líf. Rétt orð geta losað kvíða. En elskandi orð geta
læknað og blessað.

10. Hamingjusamasta fólkið fær ekki endilega það besta af öllu,
það gerir bara það besta úr öllu sem á vegi þess verður

11. Ást byrjar með brosi, stækkar svo í koss og endar með tári.
Þegar þú fæddist varstu grátandi og allir í kringum þig voru brosandi.
Lifðu lífinu þannig að þegar þú deyrð,
þá ert þú einn brosandi og allir í kringum þig eru grátandi.

Fengið að láni af síðu Valgarðs Einarssonar.