Erfitt að finna hollan millimáls bita ? Hér eru 17 frábærir!
Nart á milli mála getur alveg farið með mataræðið hjá þér en sem betur fer þá þarf ekki að vera svangur á milli máltíða.
Hérna eru 17 frábærir hollustu bitar sem narta má í milli mála og þú færð ekkert samviskubit.
1. Bakaðar kúrbítsflögur
Þessar flögur eru svo sannarlega langt frá hinum almennu kartöfluflögum sem við þekkjum og fullar af hollustu.
2. Banana,súkkulaði og möndlusmjörsbitar
Það má nota hnetusmjör ef þú ert ekki týpan í möndlur.
3. Granola, hnetusmjörs og epla samloka
Sæt, stökk og dásamleg.
4. Kryddað Sriracha poppkorn (Sriracha er sósa svipuð og Tapasco)
Bara bæta litlu af Sriracha sósunni saman við smjör og dreifa yfir poppkornið.
5. Þurrkaðar epla flögur
Og það má meira að segja gera þessar í örbylgjunni.
6. Avókadó ristaðbrauð með eggi
Í stað smjörs, notaðu þá avókadó ofan á ristað brauð og bættu eggi ofan á.
7. Avókadó og harðsoðin egg
Þú einfaldlega skerð avókadó niður í bita og tvö harðsoðin egg og voila!
8. Blómkáls-crust míní pizzur
Bragðast eins og pizza og inniheldur afar lítið af kolvetnum.
9. Bakaðar gulrótarflögur
Berðu olíu á gulrótarsneiðar og skelltu þeim í ofninn á 200 í 10 mínútur.
10. Cheerios og hnetusmjörsbitar
Það má nota annarskonar morgunkorn ef þú vilt í þessa uppskrift því þær eru allar jafngóðar.
11. Grískt jógúrt og ranch ídýfa
Þessi ídýfa er full af próteini.
12. Jógúrthúðaðir ávaxtabitar
Bara hylja uppáhalds ávextina með jógúrt og frysta. Njótið!
13. Kotasælu-Guacamole
Að bæta kotasælu saman við guacamole er frábær leið til að auka á próteinið í mataræðinu.
14. Hollustu blandan
Af hverju að kaupa svona blöndu í búðinni þegar það er miklu auðveldara að velja sitt eigið og skella í poka.
15. Hnetusmjörs-hunangs jógúrtdýfa
Sætt,og mjög hollt.
16. Gúrka fyllt með jurtarjómaosti og kirsuberjatómötum
Afar einfalt og rosalega bragðgott.
17. Miðjarðarhafs gúrkurúllur
Þessar eru með fetaosti, hummus og papriku. Hollar og bragðgóðar rúllur.