Ertu andlaus? Hugleiðing frá Guðna á Miðvikudegi
Hugleiðing á miðvikudegi.
Ljósmyndari: Eran Yerushalmi
Þú ert andi – þú ert allt sem býr í holdinu á meðan þú andar; á meðan lífið andar í þig innblæstri og ástríðu sem knýr þig áfram.
Um leið og þú gefur upp öndina ertu andlaus. Ertu andlaus? Ertu búinn að gefa upp öndina?
Lífshlaup þitt fram að þessum tímapunkti hefur átt sér það markmið að leiða þig aftur að uppsprettunni – aftur að þínum frjálsa vilja og óendanlegu ljósi og krafti.
Um leið og þú manst og finnur á eigin skinni að þú ert heilagt ljós muntu skína og leiftra yfir allt og alla. Þú snýrð aftur til kjarnans sem logar skært í hverri frumu líkamans og þú þorir að láta ljós þitt skína.
Þú ert skapari og getur veitt og móttekið í fullri heimild, af öllum hjartans fúsleika.