Faðmlög góð fyrir hjartað
Í hraða augnabliksins þá gleymum við okkur, gleymum að segja þeim sem við elskum að við elskum þá og erum sjálfsagt oft of spör á gott faðmlag. Faðmlög gera lífið léttara í sorg og gleði auk þess sem gott faðmlag snertir við hjartanu.
Faðmlög eru mjög jákvæð leið til samskipta. Það sýnir hvernig við metum ástina, sýnum velþóknun, þakklæti, gleði, væntumþykju, fyrirgefningu og tjáum ást okkar.
Faðmlög eru frábær leið til að sýna tilfinningalega fullnægju, en faðmlög bæta líka hjartaheilsu.
Faðmlög geta verið góð fyrir heilsuna á margan hátt og sumt gæti komið þér á óvart eða eitthvað sem þú hafðir ekki leitt hugann að.
Hvað gera faðmlög fyrir okkur?
1. Faðmlög minnka hættuna á hjarta og æðasjúkdómum.
Hár blóðþrýstingur er einn af áhættuþáttum hjarta og æðasjúkdóma. Rannsóknir hafa sýnt að faðmlög lækka blóðþrýsting og minnka þar með hættuna á hjarta og æðasjúkdómum. Fyrir fólk með veik hjörtu og háan blóðþrýsting er þetta sennilega mesti heilsufarslegi ávinningur faðmlaga.
2. Faðmlög losa um streitu og róa þig.
Nokkrar rannsóknir hafa sýnt að faðmlög gera þig hamingjusamari (kemur á óvart, eða hvað?). Faðmlög auka framleiðslu oxytocin. Þetta hormón leysir úr læðingi tengsla og umhyggju viðbrögð og þetta hormón hjálpar þér að slaka á og losna við kvíða sem er hvorutveggja gott fyrir hjartaheilsu þína.