Fiskur í sinnepssósu
Glútenlaust, Kjöt og fiskur, Sósur og dressingar, Sykurlaust.
Fallegur diskur þetta
Frábær fiskréttur til að skella í svona í byrjun viku.
Innihald:
2 ýsu- eða þorskflök (bein- og roðlaus)
1 laukur
2 gulrætur
1 lítið brokkolí
2 msk grænmetiskraftur
2-3 cm engifer
150-200 ml rjómi
3 msk dijon sinnep / salt og pipar / kókosolía til steikingar.
- Mýkið grænmetið á pönnu í olíunni og kryddið með grænmetiskraftinum.
- Takið grænmetið af pönnunni og setjið fiskinn á pönnuna.
- Hellið rjómanum út á, bætið sinnepinu út í og engiferinu. Leyfið að malla í smá stund.
- Setjið grænmetið út á pönnuna. Tilbúið fyrir 5 manna fjölskyldu
Ég verð að deila þessum fiskrétti sem ég bjó til því hann tókst svona ljómandi vel. Meira að segja krökkunum fannst hann rosa góður eða kannski voru þau bara svona svöng
Ég hef alla vega gert hann nokkrum sinnum og þeim finnst hann alltaf jafn góður. Ég viðurkenni að ég kaupi mjög oft tilbúna fiskrétti en passa alltaf að spurja hvað sé í þeim og vel hollasta kostinn ef mér líst á hann.