Fara í efni

5 ráð til að efla fjölskylduvirkni

Sumir eiga erfitt með að koma líkamlegri hreyfingu inn í sitt daglega líf og er algengasta ástæðan talin vera „tímaskortur“. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft svo ef foreldrar hreyfa sig reglulega eru börnin líklegri til að velja að hreyfa sig daglega.
Virkjum fjölskylduna í að hreyfa sig saman
Virkjum fjölskylduna í að hreyfa sig saman

Sumir eiga erfitt með að koma líkamlegri hreyfingu inn í sitt daglega líf og er algengasta ástæðan talin vera  „tímaskortur“. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft svo ef foreldrar hreyfa sig reglulega eru börnin líklegri til að velja að hreyfa sig daglega.

Þú getur haft áhrif á fjölskyldumeðlimi og vini með að "smita" þá á jákvæðan hátt með þinni hreyfigleði. Þá er um að gera að velja hreyfingu og athafnir sem þið getið gert saman og haft það skemmtilegt.  Gott er að takmarka skjátíma við ákveðinn hámarkstíma á dag. Hreyfihvatning skiptir miklu máli og sömuleiðis jákvæð umhverfisáhrif þegar fólk velur heilsusamlegan lífsstíl.

Að auka hreyfingu er venjumyndun sem getur þurft ákveðni og smávegis af tíma (t.d. 30-60 mínútur á dag). Umbunin sem vænta má er betri líðan til lengri tíma og flestir finna mun á sér tiltölulega fljótt. Það er jákvætt að styðja við hreyfingu með hóli og heilsugjöfum sem efla hreyfingu frekar en fæðu, þó mörgum hætti til að verðlauna börn með sætindum.

Hér eru nokkrar tillögur til að auka hreyfingu:

-Halda fjölskyldufund og komast að samkomulagi um hvað flestir vilja gera til að hreyfa sig saman og gera hreyfi-stundaskrá (t.d. ákveða stað og stund til að ganga í kringum Tjörnina, fara í sund, ganga upp næsta fell/fjall)

- Byrja hægt, t.d. göngutúr kl.17-17:30 tvisvar í viku á mánudögum og fimmtudögum 

- Fara í hjólreiðatúr á laugardögum og/eða sund á sunnudögum

- Fjölskyldumeðlimir setji sér áætlun til að auka daglega hreyfingu og hvetji hvert annað til dáða

-Taka eftir smáárangri og hæla framtakinu

- Skoða hvernig öll virkni skiptir máli

- Hafa uppskeruhátíð miðað við árangur

Gefa tækifærisgjafir sem efla heilbrigði til dæmis:

                Íþróttafatnað og skó

                Handbolta, fótbolta

                Skrefmæli

                Handlóð 

                Yoga disk, teygjur

                Líkamsræktarkort

Heimild: heil.is