Fara í efni

Fljótgert eplabrauð í hollari kantinum

Þetta er gerlaust brauð og hallast á hollari kantinn.
Fljótgert eplabrauð í hollari kantinum

Þetta er gerlaust brauð og hallast á hollari kantinn því hér er engin hvítur sykur, spelt og hafrar í stað hveitis og tvennskonar fræ.

Um að gera að leyfa börnum að aðstoða við að gera eplabrauðið. Þau sem eru eldri geta rifið eplið á rifjárninu.

Mælt með að nota desilítramál í það sem á að blanda saman og svo að sjálfsögðu hræra. Held að jafnvel 3ja ára geti hrært án vandræða.

Það er svo gaman að fá að hjálpa til í eldhúsinu.

  

Eplabrauð:
 
1 hleifur

2 dl haframjöl 
2,5 dl spelt, fínt
2,5 dl spelt, gróft
0,5 dl hörfræ heil
0,5 dl sólblómakjarnar/fræ
1 tsk salt
2 tsk bikarbonat/natron
Öllu þessu er blandað saman í hrærivélaskál eða barasta skál ef þú ætlar að hræra með sleif... sem er vissulega óflókið og gaman. Kannski ágætis hlutverk fyrir barn sem vill hjálpa til?
 
1 epli, rifið á grófa hluta rifjárnsins
1 msk hunang að eigin vali. Akasíu er til dæmis gott.
4 dl hrein jógúrt
 
Þessu blandað saman í sér skál og svo saman við þurrefnin að ofan. Hræra þartil allt er blandað saman og hella í vel smurt og hveiti stráð brauðform. Baka við 175 gráður neðarlega í ofninum í 80 mín.
 
Uppskrift fengið af vef pressan.is