Fara í efni

Brúnkur til að njóta :)

Flottar þessar, fullar af svörtum baunum. Gott að eiga þessar með kaffinu :)
Svartbauna brúnkur.
Svartbauna brúnkur.

Það er alltaf verið að spyrja mig ....." En jólin ?

Hérna er nú aldeilis nammið til að njóta :)

Var með þessar "brúnkur" á námskeiðinu í gær.
Gott að fá sér einn mola í eftirétt.

Svartbauna brúnkur

Innihald
1 dós svartar baunir eða 250 g soðnar svartar baunir
2 tsk gott kakó
½ bolli haframjöl
¼ tsk salt
⅓ bolli gott síróp eða önnur sæta
¼ bolli kókosolía
2 tsk vanilludropar
1 tsk vínsteinlyftiduft
30 g gott dökkt súkkulaði

Aðferð
Allt nema súkkulaðið er sett í matvinnsluvél og unnið þar til silkimjúkt.
Þegar blandan er tilbúin er blöndunni hellt í form og söxuðu súkkulaði stráð yfir.
Bakað við 180°C í 15-20 mínútur.
Takið úr ofninum en bíðið með að skera kökuna niður í 10-15 mínútur.
Svo er bara að njóta ☺