Fossvogshlaup 2015
Fossvogshlaup Víkings var kosið fjórða vinsælasta götuhlaupið í kosningu hlaup.is árið 2014.
Hlaupið verður haldið fimmtudaginn 27. ágúst kl 19:00 og verður ræst í Víkinni, Traðarlandi 1 í Fossvogi.
Allir hlauparar sem náð hafa 12 ára aldri eru velkomnir, jafnt byrjendur sem lengra komnir. Í fyrra seldist upp í hlaupið en nú hafa framkvæmdaaðilar tryggt að aukinn fjöldi hlaupanúmera sé í boði svo allir sem vilja ættu að komast að.
Vegalengdir
5 og 10 km með tímatöku. Vegalengdir eru mældar og viðurkenndar af FRÍ.
Staðsetning
Víkin, Traðarlandi 1 í Fossvogi. Hlaupaleiðin er hringur í Fossvogsdalnum.
Drykkjarstöð er á miðri leið fyrir þá sem hlaupa 10 km.
Þátttökugjald og skráning
Skráning fer fram á heimasíðu Almenningsíþróttadeildar Víkings: http://vikingur.is/almennings/skradir
Opnað verður fyrir skráningu 13. ágúst 2015. Forskráning er til miðnættis 26. ágúst. Skráning á keppnisdegi er í Víkinni frá kl. 16.00-18.00.
Verð í forskráningu:
- 1.750,- fyrir 18 ára og eldri (f.1997 og fyrr)
- 1.250,- fyrir 12-18 ára (f. 1998-2003)
Verð á keppnisdegi:
- 2.500,- fyrir 18 ára og eldri
- 2.000,- fyrir 12-18 ára.
Hlaupagögn verða afhent gegn framvísun greiðslukvittunar miðvikudaginn 26. ágúst kl. 18:30 - 20:30 og svo á hlaupadeginum sjálfum, fimmtudeginum 27. ágúst frá kl. 16:00 í Víkingsheimilinu, Traðarlandi 1, 108 Reykjavík.
Verðlaun
Verðlaun verða veitt fyrir þrjú fyrstu sætin í karla - og kvennaflokki í báðum vegalengdum (ekki verða veitt verðlaun í aldursflokkum).
Verðlaunaafhending fer fram í Víkinni að hlaupi loknu. Fjöldi glæsilegra útdráttarverðlauna.